Samvinnan - 01.03.1931, Page 157
SAMVINNAN
151
Lesson 10—30 og Nagaoka and Theophilus: English and
Commercial Correspondence, öll bréfin. Einn stíll á viku
til áramóta. Eftir áramót skrifuð ca. 40 verzlunarbréf.
Yngri deild: Enskunámsbók eftir Geir T. Zoéga bls.
152—199 (endurlesið). K. Brekke: Ny Engelsk Læse-
bog bls. 1—41. Linguaphone Conversional Course, Lesson
1—14 og Everyday English for foreign students, kafli 1
—7. Tveir stílar á viku.
Þýzka. Eldri deild: Lesin þýzkunámsbók Jóns
Ófeigssonar, bls. 115—185. En síðan The Linguaphone
conversational Course, 20 tímar. Earið í málfræði eftir því
sem tími og aðrar ástæður leyfðu. Yngri deild: Lesin
þýzkunámsbók Jóns Ófeigssonar aftur að bls. 115. Byrjað
á framburðaræfingum og síðan lesnir allir málfræðiskafl-
arnir og sögurnar milli þeirra. Nærri allar íslenzku grein-
arnar voru endurlesnar, og í hverjum tíma myndáði kenn-
—' ari nýjar ísl. setningar til að láta nemendur þýða og æfa
sig á og eins til að fullvissa sig um, að ísl. greinarnar
hefði ekki verið þýddar eftir gömlum stílum, lærðum
utan að.
Reikningur. Eldri deild: Lesin reikningsbók eftir
Ólaf Daníelsson, bls. 43—87 (endurlesið). Bls. 88—134 lss-
ið og endurlesið. Auk þess reiknuð mörg dæmi úr kafl-
anum „Ýms dæmiu, bls. 134—149. Skriflegar æfingar mán-
aðarlega. Hæfileg viðfangsefni til heimavinnu gefin viku-
lega. Yngri deild: Reikningsbók eftir Ólaf Daníelsson,
bls. 1—87, lesið og endurlesið. Kennslunni annars hagað
á sama hátt og í eldri deild.
Bóktærsla. Eldri deild: Kennd tvöföld bókfærsla,
dálkakerfi; munnlegar æfingar 1—3 tíma á viku, annars
skriflegar æfingar heima og í tímum. Ennfremur var
kenndur verzlunarreikningur (álagsreikningur og conto-
courant) jafnframt bófærslunni. Yngri deild: Kennd
undirstöðu atriði tvöfaldrar bókfærslu og jafnframt helztu
aðferðir verzlunarreiknings. Kennslunni annars hagað á
líkan hátt og í eldri deild.
Verzlunarréttur. Kennt með fyrirlestrum.