Samvinnan - 01.03.1931, Síða 158
152
S A M V I N N A N
Félagsfræði. Lýst niðurstöðum nútíma fræðimanna í
félagsfræðum. Kennt með fyrirlestrum.
Hagfræði. E1 d r i d e i 1 d. Lesið nokkuð af síðara
bindi af Hagfræði eftir Ch. Gide (á sænsku), en mest
kennt í fyrirlestrum. Sú nýbreytni var upptekin, að nem-
endur gerðu all ýtarlegar ritgerðir um ýmis höfuðatiiði hag-
fræðinnar og voru ritgerðirnar síðan teknar til umræðu i
tímum. Til þess að tryggja það, að ritgerðirnar yrði skipu-
lega gagnrýndar, voru einn eða tveir nemanda látnir
kynna sér hverja ritgjörð rækilega áður hún kom til um-
ræðu í bekknum. Reyndist aðferð þessi mjög vel. Yngri
d e i 1 d: Lesið allt fyrra bindi af Hagfræði eftir Ch. Gide.
Kennslunni hagað á líkan hátt og í eldri deild.
Samvinnusaga. Eldrideild: Kaupfélögin eft-
ir Ch. Gride, öll bókin, auk þess allmikið kennt með
fyrirlestrum um þróun samvinnustefnunnar í ýmsum lönd-
um. Auk þess gerðar nokkrar ritgerðir um grundvallaratriði
samvinnustefnunnar og umræðum um þær hagað líkt og
fyrr er sagt um kennsluna í Hagfræði. í yngri deild
rakin saga samvinnunnar hér á landi. Pór kennslan að
mestu fram í fyrirlestrum og samtölum.
Lokapróf
fór fram dagana 17.—28. apríl. Undir prófið gengu 18
reglulegir nemendur og 2 gestir.
Verkefni í skriflegu próíi.
I. íslenzka.
Ritgerðarefni:
1. Vor.
2. Hvaða starf geðjast þér bezt? Hvers vegna?
Skriflegt verkefni:
1. Þýðið áíslenzku dönsku orðin: Agent, Reklame,
Lager, Bomuld, Cigar og Barometer.
2. Skrifið ef. flt. af egg, él, grey, sker, nes.
3. Skrifið ef. eint. af rönd, töng, lygi, speki.