Andvari - 01.01.1975, Page 15
ANDVARI
GÍSLI JÓNSSON
13
I djú'pi var leitað hins dýra stáls
og dáðar ritningar norræns máls —
þau hlys okkar ættarbands.
Er Heimir leitaði húss við þý,
í hörpunni Aslaug grét á ný -
og klofnaði kynstofn vors lands.
Hér er vitnað til Ragnars sögu loðbrókar og sona hans, fyrsta kapítula:
„Heimir í Hlymdölum spyr nú þessi tíðindi, er dauður er Sigurður og
Brynhildur. Hn Áslaug dóttir þeirra, en fóstra Heimis, var þá þrevetur.
Veit hann nú, að eftir mun leitað að týna meyjunni og ætt hennar ....
Lætur hann nú gera hörpu svo mikla, að þar lét hann meyna Áslaugu
i koma og margar gersimar í gulli og silfri og gengur á brott síðan víða um
lönd . . . Og þá er mærin grét, sló hann hörpuna, og þagnaði hún þá, fyrir
því að Heimir var vel að íþróttum búinn, þeim er þá voru tíðar“ (Forn-
aldarsögur Norðurlanda, Reykjavík 1943, fyrsta bindi, bls. 95).
I 1. tbl. Heimis segir: „Hin norræna menning og hin suðræna sið-
fágun áttust við.“ Það er „deyjandi strengjahljóð horfinnar gleði, sem er
óðum að fjarlægjast út í geiminn .... „suðrænan er komin“. Mörgum
kynni nú að finnast, að í orðum eins og þessum sé þjóðernishroka gefið
undir fótinn og norræn heiðni hafin til vegs á kostnað miðaldakirkjunnar
og þeirrar menningar, sem hún mótaði. En hér verðum við að álykta
varlega. Menn eins og Gísli og séra Rögnvaldur litu á kirkju miðaldanna
sem einræðisvald og kúgunar þrátt fyrir allt, sem hún varðveitti af auði
kristninnar. Það var einnig þeirra skoðun, að norræn menning hafi búið
yfir frjómagni, sem fékk ekki að njóta sín fyrir hinu suðræna valdi. Nú
voru norrænir menn í Vesturheimi í þeirri aðstöðu, að þeirra eigin menn-
ingu var hætta búin af hálfu hreyfinga og stofnana, sem heimtuðu sams
konar vald yfir sálum manna og miðaldakirkjan gerði, auk magnþrung-
inna áhrifa frá menningu annarra þjóða, án tillits til þess, hvort þau voru
í sjálfum sér góð eða vond. I stefnuskrá tímaritsins árið 1904 segir ennfremur:
„Fóstra hans (þ. e. Brynhildur) er látin. Afkvæmi hennar (þ. e. Áslaugu
litlu) flytur hann (þ. e. Heimir) á friðhelgan stað, að það blómgist á ný
meðal norrænna þjóða . . . Það er einstaklingsfrelsið.“ Þegar Heimir „leitar
húss við þý", þegar hinn forni norræni andi leitar húss í ánauðinni vestan