Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 26
24
JAKOB JÓNSSON
ANDVAKI
hreinn misskilningur á hugsunarhætti hans, ef orð hans væru lögð út sem
eftirsjá eftir því, sem hann fórnar. Heimilið og fjölskyldan var honum
slík hamingja, að fyrir það hefði hann glaður fært hinar þyngstu fórnir.
Ég hefi látið mér detta í hug, að mat hans á daglegri vinnu sé bein afleiðing
af því, sem hann kynntist á bernsku- og uppvaxtarárum sínum á Jökul-
dalsheiðinni, enda segir hann, þegar hann minnist föður síns: „Uppeldi níu
harna til þroskaaldurs er engin smáræðis auðlegð." Gísli hafði sjálfur
reynt það í hinu nýja landi, að sá sem þar vildi sjá sér og sínum farborða,
hlaut að leggja sitt hvað til hliðar, sem hugurinn girntist. Hitt er annað
mál, að það hefir þurft miklu meira en meðalmenn til að afkasta því, sem
bæði hann og kona hans komu í verk utan heimilisins og meðfram önnum
hins virka dags.
Þegar dæma skal um ævihlutverk Vestur-íslendinga, verðum við að
miða við þá sérstöku aðstöðu, sem þeir voru í. Sem heild voru þeir knúðir
til að lifa sínu andlega menningarlífi að mestu leyti í menntaheimi „gamla
landsins“. Þess vegna tilheyra bókmenntir Vestur-íslendinga í raun og
veru íslenzkum bókmenntum. Þeir, sem þar skrifuðu og ortu, gerðu það fyrir
lesendur vestan hafs, - en það verða ekki afkomendur þeirra þar, sem
njóta ávaxtanna, þegar fram í sækir, nerna að litlu leyti, heldur heima-islend-
ingar. - A hinn bóginn hlutu Vestur-íslendingar að inna sín daglegu störf
af hendi sem hörn hins nýja þjóðfélags. Félagsheildir þeirra, svo sem
söfnuðir og menningarfélög, hlutu að eiga sér bráðabirgðatilvist. Söfnuðirnir
tilheyra nú kirkjudeildum, sem mótast innan lands, og íslenzk fortíð
mótar þá ekki nema að litlu leyti. Jafnvel íslenzkar þjóðhátíðir verða bland-
aðar. Og íslenzkukennslan, sem forðum var liður í kirkjustarfi og félags-
starfi þjóðræknisdeildanna, fellur nú inn í námskrá innlendra skóla. Allt
er þetta eðlilegt. Landnemar hinna ýmsu landa unnu sitt ævistarf til
undirbúnings hinu almenna þjóðfélagi, sem stundum var kallað „þjóða-
hafið“. Það verður framvegis undir kanadisku mati komið, hvaða áhrif
hver þjóð flutti með sér í upphafi og hvort áhrif landnemanna verða lífræn.
En undir öllum kringumstæðum verður niðurstaðan þessi: Það verða vissir
þættir í starfi manna eins og Gísla Jónssonar, sem verða til gagns fyrir
Island og aðrir fyrir Canada. En í báðum löndum tilheyrir hann eins konar
þjóðarvori, og það hygg ég, að hann sjálfur hafi fundið og fagnað yfir.
Þess vegna er vorið honurn hugstætt fram á elliár. Og ég efast um, að