Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 33

Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 33
ANDVABI AÐDRAGANDI OG UPPIIAF VESTURFERÐA AF ÍSLANDI Á NÍTJÁNDU ÖLD 31 Upp úr 1860 gerist tvennt, sem dregur atburðarásina sitt til hvorrar handar. Stór gufuskip leysa næstum í einni andrá seglskipin af hólmi við rólksflutningana yfir hafið og gera ferðirnar í senn skammvinnari, þægilegri og kostnaðarminni. - Á hinn bóginn hrindir borgarastyrjöldin 1861-65 flestum frá að flytjast vestur, meðan enginn sá fyrir, hvað þar mundi við taka. En varla var borgarastyrjöldin fyrr til lykta leidd en upphófst frá Evrópu stríðasti fólks- straumurinn vestur um haf, sem nokkru sinni gat. Er þá um nokkurra áratuga skeið öllu heldur um steypiflóð að ræða en straum. Þá er það loks, sem röðin kemur að Finnum og — íslendingum. Vitaskuld er ekki ætlunin að fjalla hér um svo víðtækt og yfirgripsmikið efni sem vesturferðir af Norðurlöndum. En jafnan skyldum við þó minnast þess íslendingar, að auk þess að vera ein þjóð í vel afmörkuðu landi, höfum við ætíð verið lítill hluti stærri heildar, t. d. hluti af íbúum Danmerkurríkis 1387-1918, og ævinlega hluti af íbúum Norðurlanda, Evrópu o. s. frv. Einu íslenzku vesturfararnir, sem mér er kunnugt um að farið hafi til Ameríku á seglskipum á nítjándu öld, eru mormónar þeir, sem þangað fluttust fyrir 1860. Hlýtur ferðasaga Þórðar Diðrikssonar að nægja sem heimild um, hvers konar þrekraun slíkt ferðalag gat orðið hraustustu mönnum í þá daga, þegar taugaveiki og blóðkreppusótt var regla fremur en undantekning meðal fólks á löngum sjóferðum. Neyzluvatnið á skipunum var þá líka oftast skolp, °g dylst engum, að slíkt varð oft og mörgum að fjörlesti. Má rétt nefna þá 3-5, sem létust á Saxelfi, meðan þeir biðu brottfarar til Brasilíu sumarið 1873; þeirra banamein var víst án alls efa görótt neyzluvatn, sem sótt hafði verið stytztu leið út yfir borðstokkinn á skipinu. Enn hefur ekki verið almennilega kannað, hversu íslendingum fyrst barst vitneskja um gull það og græna skóga, sem hverjum þeim stóð til boða í Vestur- heimi, er þangað dró sig til þess að bera sig eftir því. Víst er, að upp úr 1870 lara að birtast í Norðanfara þýddir póstar úr norskum blöðum, sem fjölluðu um landnám Evrópumanna, einkum af Norðurlöndum, í Bandafylkjunum, eins og þar er jafnan sagt. Hata verður samt fyrir satt, meðan ekkert finnst, sem hrindir því, að kveikjan að Norður-Ameríkuferðum íslendinga hafi komið frá danska vesturfaranum William Wickmann, sem eftir tíu ára dvöl á íslandi fór til Wisconsin 1865 og skrifaðist þaðan á við fyrrum yfirboðara sinn, Guðmund Thorgrimsen faktor Lefoliiverzlunar á Eyrarbakka. Það er frásögn Árna Guðmundsens frá Stóra Elrauni, landnema á Washing- toneyju í Michiganvatni, Wisconsinríki, - móðurbróður Árna prófessors Páls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.