Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 36

Andvari - 01.01.1975, Page 36
34 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI kyns vitneskja fengin úr prentuðum landafræðiritum á íslenzku og ýmiss konar þekking úr útlendum ritum. Fer sögum af þó nokkrum bændum og bændasonum, sem orðið höfðu sér út um ótrúlega mikla málakunnáttu árin sem verið var að búa sig undir Brasilíuför. Þessi árin höfðu líka lestrarfélög víða risið á legg, og þau bafa auðveldað mörgurn að komast höndum undir hagnýtar fræði- bækur og vafalaust líka velsmurðan áróður, sem mjög var á ferli, þegar hér var komið sögu. Var hann kostaður af mörgum aðilum, svo sem stjórnum Bandaríkjanna og Kanada, einstakra ríkja og fylkja, þar sem verið var að nema lönd, og járnbrautarfélögum, sem mikilla bagsmuna áttu að gæta og var mjög í mun, að nýopnaðar lendur byggðust sem fyrst og þéttast. Snemma árs 1873 komu saman á Eyjardalsá í Bárðardal fulltrúar þeirra Þingeyinga, sem orðið böfðu við kalli Þorláks Gunnars Jónssonar bónda á Stórutjörnum og vildu notfæra sér auglýst tilboð Guðmundar Lambertsens agents í Reykjavík, umboðsmanns Allan skipafélagsins. Var það félag þá og lengi einn atbafnasamasti fólksflytjandinn frá Evrópu og vestur um haf. Þorlákur bafði fengið ódrepandi áhuga á Ameríkuferðum og beitt sér fyrir því sumarið 1872, að sonur hans Páll, ungur stúdent, hvarf frá fyrirhugaðri för til Kaup- mannahafnarháskóla, en gerðist þess í stað eins konar frumherji sveitunga sinna og landa, sem síðar héldu vestur um haf. Með Páli fóru auk annarra Flaraldur bróðir hans ásamt konu sinni, Maríu Sigurðardóttur frá Ljósavatni; og Flans Thorgrimsen, einkasonur Guð- mundar faktors. Þess ber að geta, að þeir voru svilar, Þorlákur á Stórutjörnum og Guðmundur Thorgrimsen. Er varla að efa, að suður á Eyrarbakka megi rekja rætur vesturfaraáhugans, sem svo skyndilega og ákaft virðist hafa gripið um sig á Stórutjörnum. Áhugi Guðmundar á flutningum þessum hefur ekki haggað honum sjálfum. En hann virðist hafa horft með velþóknun á eftir Hans Baagpe, sem enn var innan við tvítugt, þegar hann fór (fæddur 1853), horfinn frá skólanámi og afhuga því að verða embættismaður. Segir góð heimild, að hann hafi dreymt stóra drauma um tröllaukinn búskap vestan hafs. En forlögin láta ekki að sér hæða. Svo fór, að þessi raddfagri og söngelski ungi maður hóf fljótlega skólagöngu aftur, eftir að vestur kom, og linnti hann ekki lestri fyrr en hann var orðinn prestlærður. Síðan var hann langa ævi þjónandi sálusorgari ýmissa safnaða, norskra og íslenzkra, aðallega í Norður-Dakota. Flér er annars ekki ætlunin að dvelja við æviferil einstakra manna, ekki einu sinni þeirra, sem lengst og bezt leiddu lýðinn. En þess er raunar að gæta, að sr. Hans hefur sjaldan og lítt verið minnzt á Islandi. Virðist hann fyrr og síðar að rnestu hafa horfið í skugga aðsópsmeiri kollega.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.