Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 38

Andvari - 01.01.1975, Page 38
36 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVAM för Eggerts yfirheyrslur og réttarhöld, þar sem þeim grun laust niður hjá yfir- völdum, að hann hefði leynt og ljóst reynt að vinna menn til drottinsvika og landráða. Þetta lognaðist þó út af án varanlegra afleiðinga að því er séð verður, þegar friðvænlegra gerðist með dönsku stjórninni og íslenzkum stjórnfrelsis- mönnum á hátíðar- og konungskomuárinu 1874. Ekki getur þess, að yfirvöld fengju svo illan bifur á Þorláki og erindrekstri hans, að honum væri af þeim sökum gert lífið leitt. Hins vegar varð hann að eigin sögn - löngu síðar - sums staðar fyrir hálfgildings aðkasti, þar sem honurn var brugðið um föðurlandssvik og skort á þjóðhollustu. Munaði jafnvel minnstu, að honum yrði úthýst hjá Sigurði bónda í Möðrudal. Annars verður víst seint úr því skorið, hvern árangur málflutningur hans hefur borið í bráð og lengd, en víst er, að í svipinn voru menn á þessum slóðum yfirleitt ekki búnir til brott- farar. Sjálfur kvaðst Þorlákur aldrei fyrr né síðar hafa orðið heimkomu fegnari en þegar hann kom aftur að Stórutjörnum eftir þessa miklu reisu um Norður-, Suður- og Austurland, en hún hafði alls tekið sem næst tvo mánuði. Loks var svo kornið, að hátt á annað hundrað manns hafði skráð sig til fararinnar, sem átti að hefjast á Akureyri. Þá var fundinn í senn hrossakaupandi og fólksflytjandi fyrsta áfangann, sem var til Bretlands. Hét sá Walker og kom á vegum Gránufélags og kaupstjóra þess, Tryggva Gunnarssonar. En upphafið lofaði ekki góðu. Á tilskildum tírna tóku væntanlegir vesturfarar að þyrpast til Akureyrar. Þá bólaði ekki á skipinu. Leið svo og beið, og varð bið þessi öllum löng og leið og það sem menn máttu hvað sízt við - kostnaðarsöm. Vísast um bið þessa og förina alla til frásagnar þess manns, sem án efa hefur orðið kunnastur allra þeirra Islendinga, sem vestur fóru 1873, Stephans G. Stephanssonar. Hann var þá á tvítugasta ári, hét að sjálfsögðu ennþá Stefán Guðmundsson og hafði síðustu misserin verið vinnumaður hjá frændfólki sínu og tengdafólki í Mjóadal í Bárðardal. Frásögn Stephans af atburðum þessum er prentuð í ritsafni hans. Þegar Walker kom um síðir á gufuskipinu Queen, liggur við, að segja megi, að ekki hafi öllu betra tekið við hjá vesturförunum. Var hvert umsamda atriðið á fætur öðru svikið, og höfðu Tryggvi og Gránufélagið af þessu hina mestu skapraun og skaða, hvað þá heldur vesturfarar þeir, sem þarna áttu margir meira í húfi en orð fái lýst. Loks þegar ekki var annað eftir en að stíga á skipsfjöl, gekk ömurlegur aðbúnaður farþega, sem nánast var skipað í bendu með farangri sínum og hrossum, svo fram af þeim, sem vandastir voru að virðingu sinni, að þeir hurfu frá borði. Létu þeir sig þá einu gilda, þótt farangur þeirra yrði ekki greindur frá öðru hafurtaski og flæktist til Englands að minnsta kosti. Er viðhúið, að fæstir hafi framar séð tangur eða tetur af þeim farangri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.