Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 38
36
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVAM
för Eggerts yfirheyrslur og réttarhöld, þar sem þeim grun laust niður hjá yfir-
völdum, að hann hefði leynt og ljóst reynt að vinna menn til drottinsvika og
landráða. Þetta lognaðist þó út af án varanlegra afleiðinga að því er séð verður,
þegar friðvænlegra gerðist með dönsku stjórninni og íslenzkum stjórnfrelsis-
mönnum á hátíðar- og konungskomuárinu 1874.
Ekki getur þess, að yfirvöld fengju svo illan bifur á Þorláki og erindrekstri
hans, að honum væri af þeim sökum gert lífið leitt. Hins vegar varð hann að
eigin sögn - löngu síðar - sums staðar fyrir hálfgildings aðkasti, þar sem honurn
var brugðið um föðurlandssvik og skort á þjóðhollustu. Munaði jafnvel minnstu,
að honum yrði úthýst hjá Sigurði bónda í Möðrudal. Annars verður víst seint
úr því skorið, hvern árangur málflutningur hans hefur borið í bráð og lengd,
en víst er, að í svipinn voru menn á þessum slóðum yfirleitt ekki búnir til brott-
farar. Sjálfur kvaðst Þorlákur aldrei fyrr né síðar hafa orðið heimkomu fegnari
en þegar hann kom aftur að Stórutjörnum eftir þessa miklu reisu um Norður-,
Suður- og Austurland, en hún hafði alls tekið sem næst tvo mánuði.
Loks var svo kornið, að hátt á annað hundrað manns hafði skráð sig til
fararinnar, sem átti að hefjast á Akureyri. Þá var fundinn í senn hrossakaupandi
og fólksflytjandi fyrsta áfangann, sem var til Bretlands. Hét sá Walker og kom
á vegum Gránufélags og kaupstjóra þess, Tryggva Gunnarssonar. En upphafið
lofaði ekki góðu. Á tilskildum tírna tóku væntanlegir vesturfarar að þyrpast til
Akureyrar. Þá bólaði ekki á skipinu. Leið svo og beið, og varð bið þessi öllum
löng og leið og það sem menn máttu hvað sízt við - kostnaðarsöm. Vísast um
bið þessa og förina alla til frásagnar þess manns, sem án efa hefur orðið kunnastur
allra þeirra Islendinga, sem vestur fóru 1873, Stephans G. Stephanssonar. Hann
var þá á tvítugasta ári, hét að sjálfsögðu ennþá Stefán Guðmundsson og hafði
síðustu misserin verið vinnumaður hjá frændfólki sínu og tengdafólki í Mjóadal
í Bárðardal. Frásögn Stephans af atburðum þessum er prentuð í ritsafni hans.
Þegar Walker kom um síðir á gufuskipinu Queen, liggur við, að segja
megi, að ekki hafi öllu betra tekið við hjá vesturförunum. Var hvert umsamda
atriðið á fætur öðru svikið, og höfðu Tryggvi og Gránufélagið af þessu hina
mestu skapraun og skaða, hvað þá heldur vesturfarar þeir, sem þarna áttu
margir meira í húfi en orð fái lýst. Loks þegar ekki var annað eftir en að stíga
á skipsfjöl, gekk ömurlegur aðbúnaður farþega, sem nánast var skipað í bendu
með farangri sínum og hrossum, svo fram af þeim, sem vandastir voru að
virðingu sinni, að þeir hurfu frá borði. Létu þeir sig þá einu gilda, þótt farangur
þeirra yrði ekki greindur frá öðru hafurtaski og flæktist til Englands að minnsta
kosti. Er viðhúið, að fæstir hafi framar séð tangur eða tetur af þeim farangri,