Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 40

Andvari - 01.01.1975, Page 40
38 BERGaTEINN JÓNSSON ANDVARl ef til vill grein fyrir í fljótu bragði. Sjálfsagt var sú liugsun framan af efst í hugum alls þorra íslenzku landnemanna, að þeir mættu fá að halda hópinn fyrstu árin og ef til vill varðveita að mestu eigin tungu, trú og siði. Nú mátti öllum Ijóst vera, að úti var um, að sá draumur rættist. Enn átti þó trúin á nýtt Island rétt handan næsta leitis eftir að reynast ótrúlega lífseig. Annars er það ekki sízt draumurinn um nýtt ísland og leitin að nýju íslandi, sem frá gamla landinu séð setur svip sinn á baráttu og viðleitni lslendinga í Vesturheimi fyrstu árin, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Er ætlunin að fara fáeinum orðum um þá sögu hér á eftir. Þeir sem slógust í för með Páli Þorlákssyni í Quebec sumarið 1873 og fóru með honum sem leið lá til Milwaukee, urðu þeirri reynslu ríkari að lenda í járnbrautarslysi. Létu nokkrir farþegar þar lífið, en engir íslendingar voru í þeim hópi. Nokkrir þeirra meiddust lítils háttar, þar á meðal Stephan G. Stephansson og föðursystir hans og síðar tengdamóðir, Sigurbjörg Stefánsdóttir frá Mjóadal. En Páll Þorláksson reyndist þá sem jafnan endranær röskur og úrræðagóður. Hlutaðist hann til um, að járnbrautarfélagið greiddi löndunum nokkrar skaðabætur, og má nærri geta, að slíkt var ámóta fágætt nýmæli á ferli íslenzkra alþýðumanna eins og járnbrautarslys. Þeir sem Páli fylgdu áttu vísa allt að árs vist, hver sem þess óskaði, hjá norskum bændum í Wisconsin. Hafði Páll sannfærzt um, að Islendingum dygði lítt að eignast lönd og hefja búskap í Ameríku fyrr en þeir hefðu kynnzt búskapar- háttum þar, aðferðum við jarðrækt, algengustu verkfærum og beitingu þeirra. En þar kom þó fyrr en varði, að förunautar Páls fóru að nema land í grennd við norska byggð í Shawano County í Wisconsin. Auk þess munu fáeinir íslendingar hafa sem snöggvast setzt að í Iowa County og Dane County í sama ríki. Að námi loknu í prestaskóla norsku synódunnar í St. Louis í Missouri ríki, fékk Páll köllun frá norskum söfnuðum í Mhsconsin og gerðist prestur þeirra. Notaði hann þá tækifærið og stofnaði söfnuð meðal frænda sinna, vina og gamalla sveitunga í S'hawano County (sem íslendingar þýddu á sitt mál og kölluðu Ljósavatnssveit) og næsta nágrenni. Segir Stephan G., að fyrsta prest- verk hans þar hafi verið að gefa þau saman í hjónaband Stephan og frænku hans, Llelgu Jónsdóttur frá Mjóadak En Stephan getur þess einnig, að þá strax hafi sumum Islendingum, — að minnsta kosti honum sjálfum, - fundizt þær kenningar, sem Páll hafði lært og gert að sínum hjá norsku synódunni, býsna harðar og ólíkar óáleitnum og meinlausum boðskap prestanna heima á Fróni. Svo er annars að sjá sem íslendingar hafi aldrei fest yndi i þeim sveitum Wisconsin, sem örlögin og Páll Þorláksson báru þá til. Einnig var vonlaust, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.