Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 44
42
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARI
eins ævintýri höfðu lifað, ekki varðveita þá trú von úr viti, að einnig þeim og
þeirra þjóð hefði Guð fyrirhugað sérstakt land? Þó er heldur ótrúlegt, að öllum
hafi gleymzt hið fornkveðna um fjölda hinna kölluðu, þó að fáir einir yrðu um
síðir útvaldir.
Leiðtogi íslenzka hópsins í Kanada 1873 og næstu árin var öðrum fremur
Sigtryggur Jónasson. Þessi kornungi og óskólagengni maður, sem síðustu árin
heima hafði mannazt og menntazt í þjónustu og á heimili Péturs amtmanns
Havsteen, reyndist ótrauður, djarfur og fumlaus. Var þó ótrúlega þungum byrðum
hlaðið á ungar herðar hans fyrstu árin vestra.
Það varð úr, að Sigtryggur fór 1873 með innflytjendrhópinn til Cardwell
sveitar í Muskoka héraði við Muskoka vatn, nálægt þorpinu Rousseau í
Ontario fylki. Biðu þar bráðabirgðaskýli til vetursetu, og von var gefin urn
þokkalega borgaða daglaunavinnu á næstu grösum. Ennfremur var mönnum
talin trú um, að einhvers staðar í grenndinni hlyti að leynast víðáttumiklar
lendur, sem brosandi biðu lslendinga og hlytu að nægja eins mörgum þeirra og
þess æsktu að koma til Kanada til þess að „byggja og nema land“.
Ekki leið þó á löngu áður en ljóst var, að vonbrigði hlytu að verða hlut-
skipti flestra þeirra, sem þarna voru komnir, yrði ekkert frekar að gert. Atvinnan
brást að mestu, og land það sem fannst óbyggt reyndist vera útskæklar einir, og
á daginn kom, að borin von var að finna ónumið land og byggilegt nema á víð
og dreif innan um „útlendinga", þ. e. fólk af öðru þjóðerni. Samt varð úr, að
fáeinir hinna fjáðustu og kjarkmestu í hópi Islendinga festu sér þarna lönd, og
nokkrir íslenzkir bændur staðnæmdust þar til frambúðar. Af þessu segir Ásgeir
V. Benediktsson póstafgreiðslumaður í Almanaki Olafs Thorgeirssonar. Að sögn
hans voru ennþá fimm íslenzkir bændur í Muskoka héraði 1899, og hét póst-
húsið þar Elekla.
Þrátt fyrir þjóðhátíð, konungskonui og stjórnfrelsisvísi, sem árið 1874
færði íslendingum, kom stór hópur þeirra, aðallega af Norðurlandi, til Kanada
unr haustið. Að þessu sinni var farið rakleitt frá íslandi, en eins og sumarið
áður varð biðin löng, leið og kostnaðarsöm. I þessum hópi voru sem næst 365
manns, og var för þeirra nær allra heitið til Kanada. Ekki kom til mála að
flytja fleiri til Muskoka en þangað voru þegar komnir, og var hinum nýkomnu
skákað í enn annað bráðabirgðaathvarf í Ontario, nokkru austar, þar sem
Kinmount heitir.
Enn virðist Sigtryggur hafa trúað eða vonað rétt eins og kanadisku ráða-
mennirnir, að í Ontario leyndust staðir, sem Islendingar teldu sig fullsæmda
af. Er ekki því að leyna, að framan af er engu líkara en margir í Kanada hafi