Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 49

Andvari - 01.01.1975, Side 49
ANDVARI aðdragandi og upphai- vesturferða af íslandi Á NÍTJÁNDU ÖLD 47 Það var annars af ótrúlega lítilli fyrirhyggju ráðið að halda svona síðla sumars með lítinn útbúnað og léttan mal út í óbyggðir. Veturinn gat lagzt að, þegar minnst vonum varði, og á þessum slóðum eru vetur til muna grimmari en Islendingar eiga að venjast í heimahögum sinum. Þá var enginn húsakostur til í Nýja-íslandi, en í landnemahópnum voru börn, gamalmenni og lasburða fólk, auk þeirra sem mest erfiði og ábyrgð hlaut að mæða á. Engu að síður var lagt af stað á tilsettum tíma, og fer engum sögum af urtölum eða bölsýni, þegar hér var komið. Fyrst var farið með lest til bæjarins Sarnia á austurströnd Huron-vatns. Þar var gist um nætursakir, en að morgni var förinni áfram haldið með vatnaskipi, þar sem allt var í einni kös, fólk, aliiuglar og ferfætlingar. Fór illa um alla í þeirri bendu, og var orð á gert, að farangurinn hafi fengið þar illa útreið. Annars hafa ferðalangar þessir sjálfsagt er hér var komið verið hættir að æðrast, þó að aðbúnaður á langferðalögum væri ekki sem allra beztur. Af Huron-vatni lá leiðin um mikilfenglegar flóðlokur og inn á Miklavatn (Lake Superior), sem er mest hinna stóru vatna á þessum slóðum. Eftir langa siglingu og stranga í stinnum mótvindi var loks komið til Duluth í Minnesota. Þar var þá smáþorp, en er nú stór horg. Frá Duluth lá leiðin aftur með lest eftir nýlagðri braut Northern Pacific félagsins vestur yfir Minnesota og allt að Rauðá, sem skildi að Minnesota og norðurhluta Dakota Territories.1) Næstu nótt var gist í þorpinu Glydon, skammt austur af borginni Moorhead, en hún er á austurbakka Rauðár, and- spænis Fargo, sem er stærsta borgin í Norður-Dakota. Þarna var haldið kyrru fyrir um helgi í fremur óhrjálegum vistarverum, en enginn virðist hafa látið slíkt á sig fá. Taylor gamli predikaði yfir söfnuðinum með aðstoð túlks; fólkið notfærði sér rækilega, að þarna fengust nægtir af sáródýrri forláta mjólk; og loks gerðu menn sér glaðan dag, slógu upp skemmtun og stigu dans við harmóníkuundirleik. Næsta dag lá leiðin til Fisher’s Landing, sem er rétt sunnan við háskóla- bæinn Grand Forks í Norður-Dakota og stendur við Rauðána. Lengra varð ekki komizt þá á járnbraut í átt til Winnipeg. Varð nú að halda ferðinni áfram með seinfærum og óþrifalegum fljótabát, og á þeim langa og leiða áfanga 1) Dakota ríkin tvö voru stofnuð með lögum frá þjóðþinginu í Washington árið 1889. Þangað hl var þeim að mestu stjómað frá Washington, en slíku fyrirkomulagi fylgdi venjulega enn nreiri spilling en því klíkuveldi, sem tíðkanlegast var í landnámsríkjum Bandaríkjanna á þessu skeiði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.