Andvari - 01.01.1975, Qupperneq 49
ANDVARI aðdragandi og upphai- vesturferða af íslandi Á NÍTJÁNDU ÖLD 47
Það var annars af ótrúlega lítilli fyrirhyggju ráðið að halda svona síðla
sumars með lítinn útbúnað og léttan mal út í óbyggðir. Veturinn gat lagzt að,
þegar minnst vonum varði, og á þessum slóðum eru vetur til muna grimmari
en Islendingar eiga að venjast í heimahögum sinum. Þá var enginn húsakostur
til í Nýja-íslandi, en í landnemahópnum voru börn, gamalmenni og lasburða
fólk, auk þeirra sem mest erfiði og ábyrgð hlaut að mæða á.
Engu að síður var lagt af stað á tilsettum tíma, og fer engum sögum af
urtölum eða bölsýni, þegar hér var komið. Fyrst var farið með lest til bæjarins
Sarnia á austurströnd Huron-vatns. Þar var gist um nætursakir, en að morgni
var förinni áfram haldið með vatnaskipi, þar sem allt var í einni kös, fólk,
aliiuglar og ferfætlingar. Fór illa um alla í þeirri bendu, og var orð á gert, að
farangurinn hafi fengið þar illa útreið. Annars hafa ferðalangar þessir sjálfsagt
er hér var komið verið hættir að æðrast, þó að aðbúnaður á langferðalögum
væri ekki sem allra beztur.
Af Huron-vatni lá leiðin um mikilfenglegar flóðlokur og inn á Miklavatn
(Lake Superior), sem er mest hinna stóru vatna á þessum slóðum. Eftir langa
siglingu og stranga í stinnum mótvindi var loks komið til Duluth í Minnesota.
Þar var þá smáþorp, en er nú stór horg.
Frá Duluth lá leiðin aftur með lest eftir nýlagðri braut Northern Pacific
félagsins vestur yfir Minnesota og allt að Rauðá, sem skildi að Minnesota og
norðurhluta Dakota Territories.1) Næstu nótt var gist í þorpinu Glydon,
skammt austur af borginni Moorhead, en hún er á austurbakka Rauðár, and-
spænis Fargo, sem er stærsta borgin í Norður-Dakota. Þarna var haldið kyrru
fyrir um helgi í fremur óhrjálegum vistarverum, en enginn virðist hafa látið
slíkt á sig fá. Taylor gamli predikaði yfir söfnuðinum með aðstoð túlks; fólkið
notfærði sér rækilega, að þarna fengust nægtir af sáródýrri forláta mjólk; og
loks gerðu menn sér glaðan dag, slógu upp skemmtun og stigu dans við
harmóníkuundirleik.
Næsta dag lá leiðin til Fisher’s Landing, sem er rétt sunnan við háskóla-
bæinn Grand Forks í Norður-Dakota og stendur við Rauðána. Lengra varð
ekki komizt þá á járnbraut í átt til Winnipeg. Varð nú að halda ferðinni
áfram með seinfærum og óþrifalegum fljótabát, og á þeim langa og leiða áfanga
1) Dakota ríkin tvö voru stofnuð með lögum frá þjóðþinginu í Washington árið 1889. Þangað
hl var þeim að mestu stjómað frá Washington, en slíku fyrirkomulagi fylgdi venjulega enn
nreiri spilling en því klíkuveldi, sem tíðkanlegast var í landnámsríkjum Bandaríkjanna á
þessu skeiði.