Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 58

Andvari - 01.01.1975, Page 58
56 ÁRNI GUÐMUNDSEN ANDVARI uppá það, kannske slíkt rætist einhvem tíma, en þá verður líklega breyting orðin á mörgu, sem helzt mætti vera óbreytt. Heilsaðu pabba kærlega og drengjun- um samt Nýju og Borgu. Að þú og þið öll megið ætíð lifa sem bezt, þess óskar þinn elskandi sonur Á. GuSmundsen. Washington Harbor, 20. janúar 1873 Elskulegi pabbi. Þitt elskulega bréf af 12. október með- tók ég 27. f. m., hvar fyrir ég þakka þér innilega. Það gladdi mig að heyra, að þið voruð þá frísk og ánægð, að drengjunum gekk vel við examen (það hafði ég áður séð af Þjóðólfi, er Wickmann heldur) o. s. fr. Ég get ímyndað mér, að ykkur hafi þótt skemmtilegt að ríða á milli góð- búanna og stórbokkanna í Húnavatns- sýslu; vænt þótti mér líka að heyra, að systkinum mínum á Hjaltabakka líður vel, að laxinn hafði villzt í netin og fl. Skyldi Hekla fara að kasta upp? Mikið líklegt; hún hefði átt að gjöra það áður en við fórum, að við hefðum séð hana í almætti sínu. Síðan ég skrifaði seinast, hefi ég verið frískur, verið hér á sama stað að höggva Ceder og brenni ásamt hinum 3 löndum, Bjarna, Stefáni og Hans, og þar að auki hefir Jón Gíslason verið hér líka; hann er hættur að búa fyrir það fyrsta, enda er félagi hans Wickmann búinn að kveðja eyjuna og farinn til Milwaukee, hvar hann er clerk (Assistent). Það er óhætt að segja, að hann (W) ckki hafi grætt annað hér en skuldir, enda er maðurinn enginn búmaður. Veturinn byrjaði hér í miðjum nóvember með snjó og frosti, og man ég ekki eftir eins miklurn kulda á Islandi, eins og hér var í kringum jólin, og ímynda mér, að frostið hafi náð -r-25 — 30° - Réaumur; því í nágrenninu er enginn mælir, svo ekki geta menn ná- kvæmlega sagt, hve kuldinn hefir verið mikill. Nú sem stendur er að minnsta kosti álnar snjór á allri eyjunni og sum- staðar meira, samt liggur hann nokkuð jafnt yfir, þar sem hér er aldrei skafbylur sökum skógarins. Þrátt fyrir kulda þenna hefir okkur aldrei verið kalt úti við verk, en heldur í rúminu á næturnar, því hús það, sem við búum í, er sannkallaður hjallur, eins og flest hús hér á eyjunni, enda man enginn eins harðan vetur eins og þennan og þann í fyrra; er það furða, að hér skuli vera kaldara en norður undir heimsskauti, þar eyja þessi liggur jafn- sunnarlega og París. Er líklegt, að hin miklu stöðuvötn, sem liggja hér á alla vegu, olli kulda þessum. Ekki nenni ég að segja þér, hvað mikið ég hefi innunnið mér í vetur, það er ckki mikið, en svo mikið get ég sagt, að ég ckki er ónýtasti vinnumaður af þeim hér verandi löndum; þeir eru sumir latir að ganga í skóginn, er þetta ekki ónáttúrlegt, þar sem þeir eru ungir og óvanir erfiði. Allstaðar í Sambandsríkjunum og Can- ada hefir verið ákafleg snjókoma í vetur, svo að járnbrautir hafa víða orðið að halda kyrru fyrir sökum fannkomu; í Canada hefir snjórinn á sumum stöðum verið 7-11 feta djúpur. Idér á eyjunni er dauft á veturna, þar engar samgöngur eða litlar eru við meginlandið, nema þar ein- hver bregður sér gangandi í land, sem sjaldan er, því það er æðilangt yfir ísinn. Verður maður því að skemmta sér með því að heimsækja hver annan, og er fólk hér mjög gestrisið. Eyjarbúar halda frétta- blað, sem er útgefið einu sinni í viku af Skandinövum í Chicago og heitir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.