Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 59

Andvari - 01.01.1975, Side 59
andvaki NOKKUR BRÉF TIL SÝSLUMANNSHJÓNANNA Á LITLA HRAUNI 1872 - 73 57 „Skandinaven", er það álíka á stærð sem „Dagbladet" og er gott og fróðlegt blað, eru þar í fréttir úr öllum heimi, lítið samt frá íslandi; samt sá ég þar í, þegar Finsen varð jarl og að norska verzlunin væri á hausnum; svo ekki gleyma þeir ykkur alveg. A dögunum dó kona í Can- ada, var hún 130 ára gömul, hafði emig- rerað frá Englandi 70 ára, en verið vinnu- kona í 60 ár þar eftir; fáum dögum áður en hún dó, mjólkaði hún 12 kýr á málum, hafði henni aldrei orðið misdægurt, og aldrei hafði hún tekið meðöl, það var dugleg kcrling. Þú hefir víst heyrt, að nokkur hluti staðarins Boston brann i haust og eignir fyrir mörg hundruð milljónir eyðilögðust. A meðan bærinn var sem óðast að brenna, lögðu þeir plön fyrir, hvernig þeir ættu að byggja hann upp aftur; þá vantaði hvörki dugnað né peninga. Chicago kvað að mestu leyti vera byggð upp aftur eftir hinn óttalega bruna 1 fyrra haust, náttúrlega stórkostlegar og skrautlegar en áður. Eg ímynda mér, að ég fari í vor héðan, hvurt veit ég ekki. Bezt væri líkast til að fara til Vesturríkjanna, en það kostar of rnikið að ferðast þangað; ljósast fer ég til Milwaukee og vinn þar í sumar. í þessu augnabliki fréttum við, að tengdadóttir hjónanna, sem við erum hjá, °8 sem nýlega var flutt héðan með manni smum í næsta hús, sé látin, hún hefir legið á sæng allt að viku án þess að geta fætt og hefir liðið óttalega. Það er hræði- legt að hug sa til, að enginn læknir skuli vera hér á þessum afskekkta stað, já, mcira að segja engin dugleg yfirsetukona, og er ekki ólíklegt, að duglegur læknir hefði getað hjálpað hér. Hjón þessi giftust í fyrra og lifðu lukkulega saman; þið getið gizkað á, hvaða sorg er komin í hús þetta i dag, eins og til okkar íslendinga, sem þekktum hina látnu að öllu góðu. Þau voru búin að ásetja sér að fara til Dan- merkur eftir fá ár, því þau kunnu ekki við sig hér. Segðu mömmu, að ekki ætli ég að ágirnast sokka frá henni í sumar, en held- ur nokkur pör af sterkum vettlingum, ég held helzt rónum prjónavettlingum, þeir standa sig bezt í skóginum. Það verður gaman að fá „Tímann". Ég heyri sagt, að Þorleifur Jónsson hafi þar í látið prenta kvæði það, er hann með rninni hjálp orti í Rvík 16. eða 17. maí seinast. Það er hjartnæmt. Bréf Hróa af 12. október var fjörugt. Það er nú komið til St. Louis til Palla, og veit ég hann hlær að því. Ólaf- arnir eru orðnir frískir. Þeir vinna í Milwaukee. Ég get sannfært ykkur um, að ég ekki ennþá iðrast eftir að ég fór hingað, heldur er feginn, að ég tók það í mig. Heilsaðu Einari Jónssyni frá mér; ég var búinn að lofa að skrifa honum, ég gjöri það seinna. Ég held, að ég nenni ekki að skrifa fleirum núna. Sigga og Siggi eiga reyndar bréf hjá mér og verða að hafa það til goða til næstu ferðar. Með pósti þeim, sem fer með bréf þessi, vonumst við eftir bréfum að heiman frá síðustu ferð, og hlökkum við til. Bjarni fékk bréf frá Höfn, skrifaÖ 9. desember, og hafði þangað fretzt, að H. Sivertsen væri dáinn, er það svo? Ætli margir af Bakkanum að koma í vor? Ég hefi heyrt, að Jón Pálsson og Bjarni Siggeirsson, Björn í Garðbæ og Jón sterki hefðu í hyggju að koma. Ég álít það rétt að koma fyrir duglega vinnu- menn, sem ekki eru í góðri stöðu heima, einkum ef þeir kunna dálítið í ensku. Það cr eitt, sem mér þykir að þvi að vera hér á eyjunni, að maður æfir sig lítið í ensku, þar flestir eru hér Danir og Norðmenn, samt sem áður finnast hér 9 þjóðir á eyj- unni og eru þó innbúar alls aðeins í kringum 300.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.