Andvari - 01.01.1975, Side 75
andvari
FRÉTTABRÉF FRÁ NÝJA-ÍSLANDI
73
gott, að honum gangi vel, því það er vænn
maður og mesta lipurmenni.20 Arni bróðir
hans hefur sett hér skóbúð og er í upp-
gangi.21 Páll Jóhannsson er í beztu kring-
umstæðum.22
Urn verðlag á vörum hér er ekki gott að
segja, því það er mjög breytilegt. Hins
má geta, að cent og dollar er hér ekki
betra í almennum kaupum og sölum en
skildingar og dalir heima. Sem stendur
vantar okkur ekkert eins og markað
fyrir okkar mikla og góða fisk, því
aflinn er fjarska mikill, svo í vor fengu
menn oft 1 - 200 í 1-2 net, og margir
urðu að hætta að veiða, því þeir gátu
ekki verkað meiri fisk. Mikið er talað um
að koma hér á fiskverzlun, einkum niður-
suðu, hvernig sem það gengur.
Mér dettur í hug, að máski nokkrir af
ykkur vilji spyrja mig að: Eigum við að
fara til Nýja-íslands? Þessari spurningu er
ekki gott að svara, því það er svo mikið
komið undir kringumstæðum og sérstök-
um hæfilegleikum hvers og eins. Þó vil
eg helzt ráðleggja mönnum að bíða fyrst
og sjá, hvað úr ókkur verður. Líka hefur
stjórnin auglýst, að hún ekki láni okkur
rneira. En að hér sé betra að búa en heima,
þegar maður er búinn að koma sér í lag,
er ekkert spursmál, en flestir eru orðnir
félitlir, þegar hingað koma, og eru því
stundum lengi að komast yfir þá peninga,
er þeir hafa látið í ferðakostnað, og verða
því að vonum að ncita sér um rnargt, sem
þeir gátu veitt sér heima, einkurn ef þeir
voru í bærilegum kringumstæðum. En
allt stjórnarform er hér langtum frjálslegra
en heirna, og lítið sýnist mér horfa til
batnaðar i því efni, eftir sem blöðin segja
1 vetur, cnda ekki við því að búast, mcðan
kiggjafarnir byggja allt á hinum margúr-
elta og óhafandi grundvelli og sníða allar
hugsanir sínar eftir hinu gamla einveldis-
forrqi,
Af sjálfum mér er það að segja, að mér
líður vel. Ég hef haft stöðuga atvinnu
síðan fyrir jól að skipta stjórnarlánsvör-
um milli manna. Það er mikið og athuga-
samt verk, en ekki þung vinna. Eg heí
þrjár kýr og einn kálf. Hús keypti ég í vor
fyrir 85 dollara og hef látið þilja það inn-
an. Ég á væna eldstó með öllum áhöldum
og flest búsgögn, er ég þarf. í vor fór ég
í félag við agent okkar, Jón Tælor.23 Við
girtum, undirbjuggum og sáðum í stórt
stykki 18 búsélum af kartöflum, nokkuð
af baunum og bóghveiti og fleira. Kartöfl-
urnar og baunirnar líta mikið vel út, en
bóghveitið er ónýtt, því útsæðið var
skemmt. Við eigum þetta til helminga.
Líka hefi ég dálítinn garð við húsið mitt
með næpum, rófum, lauk, hveititopp og
dálítið af kartöflum, sem við fórum að
borða seint í júlí, en ekki vóru þær þó
stærri en lóuegg. Ég hef nóga mjólk og
yfirhöfuð meira af því, er kallað er daglegt
brauð, cn ég hafði oft heima. Þrjú börn
mín eru hjá mér, cn Valgerður mín er
hjá Friðjóni.24
Þó rniði þessi sé ljótur og lélegur, þá
vonast ég þó eftir, að nokkrir af ykkur
sýnið mér það kunningja merki að skrifa
mér línu, því það er leiðinlegt að hafa ekki
fengið cina einustu línu að heiman, síðan
ég kom hingað.
Að cndingu verð ég að biðja ykkur að
leiðrétta allar ritvillurnar og virða á betri
veg, þó miðinn sé illa úr garði gjörður og
ósamhangandi, og gæta þess, að hann er
ekki ætlaður til prentunar, heldur góð-
kunningjum til gamans.
Óska ég ykkur svo allra framfara og
blessunar.
Ykkar einlægur
Björn Jónsson.