Andvari - 01.01.1975, Side 93
andvari
MINNI LANDNÁMSINS
91
arnir látnir bíða 3 ár, svo auðveldara yrði
að ná þeirn upp úr jörðinni. Man ég, að
„heldri maður að ofan“ sagði í samsætis-
ræðu, að Ný-Islendingar reistu spelkur
við stofnana, svo þeir dyttu ekki um
sjálfa sig. Sk.urðir voru ristir með hey-
hnífum og grafnir með rekum. Vegabæt-
ur voru gerðar með handöxum og rekum,
síðar með hestum og hestaskóflum. Stjórn-
irnar lögðu stundum peninga til vega-
gerða, kannske $100.00 með löngu milli-
hili tíma og rúms. Einu sinni fyrir kosn-
ingar birtist það í stjórnarblöðum, að þá-
verandi stjórn hefði á því ári varið 90
þúsund dollurum til vegabóta í Nýja-ls-
landi. Yfirleitt vildi fólk ekki kannast við
þetta, vissi ekki um nema einn stuttan veg-
arspotta, sem gerður hafði verið í byggð-
inni á því herrans ári, vildi vita, hvar aðal-
vegabæturnar hefðu farið fram, því hin
tilteknu vegastæði voru ekki á landi. Upp-
lýstist þá, að þau voru fyrir framan
Drunkard Point.
Garðar voru grobbaðir með grobbhóf.
Hin mikla akuryrkja Nýja-Islands hófst
með því, að íslendingar plægðu með
einum uxa, en Galisíu-menn með átta
kerlingum fyrir plóg. Þá voru landnáms-
mennirnir ekki síður athafnasamir á and-
legum vettvangi. Útkoma Framfara mun
ekki eiga sér ncitt hliðstætt á meginlandi
Ameríku. Áhugi á blaðamennsku í Nýja-
Islandi dó ekki út með Framfara, því á
Gimli hófu göngu sína eitt eftir annað
og sum samferða eftirfylgjandi blöð og
tímarit: Bergmálið, Baldur, Gimlungur,
Dagsbrún og hið rnerka tímarit Svava.
Sjónleikir, íslenzkir og þýddir, hafa verið
s^'ndir árlega til þessa og leiklistin náð
hámarki í Geysisbyggð sem kunnugt er.
Fyrsta leikritið, sem leikið var í Nýja-ls-
landi, fór fram árið 1885 í fyrstu kirkju-
byggingu Bræðrasafnaðar, bjálkahúsi, er
stóð rétt fyrir norðan prentsmiðju Fram-
fara. Leikrit þetta var að sögn eftir síra
Valdimar Briern. Sum leikritanna, sem
leikin voru, voru eftir byggðarmenn sjálf";
eitt þeirra eftir Jóhann Briem, annað eftir
Gunnstein Eyjólfsson, sem hét: „Ein nótt
í Hróarskeldu.“ Var það tveggja persóna
leikur; leikendur voru: Gunnsteinn og
Magnús Markússon skáld, þá „emigranti".
J. Magnús Bjarnason samdi fjölda leik-
rita, rneðan hann var búsettur í Nýja-Is-
landi. Á fyrstu fumbýlingsárunum bar
mjög á ljóðagerð og öðrurn listum. Kvæð-
in, sem ég hygg að séu þau fyrstu sem
ort og prentuð voru í Nýja-íslandi, voru
eftir Björn Jónsson byggðarstjóra, föður
síra Björns B. Jónssonar. Kvæði Björns
var þakkarávarp til frú Láru Bjarnason
fyrir kennslustörf hennar, og birtist það
í Framfara. Kvæði Jóhanns Briem var
kveðja til síra Jóns Bjarnasonar, er hann
var að fara alfarinn úr Nýja-lslandi. Var
það kvæði sérprentað í prentsmiðju Fram-
fara. Móðir mín, Pálína Ketilsdóttir, orti
með ágætum, og birtust kvæði hennar í
Framfara og síðar í Leifi. Eftir þriggja
missera veru í Graven Flurst, Ontario, var
hún bæði talandi og læs á enskt mál, og
má það einstakt finnast. Menn, sem komu
fram á samkomum og við hátíðleg tæki-
færi og fluttu frumort kvæði, voru rnjög
í hávegum svo sem Jóhann Briem og hið
mikla glæsimenni Þorgrímur Jónsson og
seinast, en ekki sizt hinn orðheppni al-
þýðuskáldi Þorsteinn Borgfjörð. Megin-
ið af ljóðum sínum ortu þeir J. Magnús
Bjarnason og Jón Runólfsson í Nyja-ís-
landi. Á Möðruvöllum við Islendingafljót
ritaði Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm
meginið af bók sinni Eldingu og margar
fleiri skáldsögur. I Geysisbyggð ritaði J.
Magnús Bjarnason Eirík Idansson og
fjölda annarra skáldsagna. Á Unalandi
ritaði Gunnsteinn Eyjólfsson söguna Elín-
óra og margar aðrar skáldsögur og samdi