Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1975, Side 94

Andvari - 01.01.1975, Side 94
92 GUTTORMUR J. GUTTORMSSON ANDVARI fjölda sönglaga, sem vöktu aðdáun og urðu þjóðkunn. Skáldahjónin Sigfús Benediktsson og Margrét búsett í Mikley beittu sér fyrir nýjum hugarstefnum, hann frjálstrúarefnum, en hún kvenrétt- indum. Sem kunnugt er, er Margrét brautryðjandi kvenréttinda í Canada, stórgáfuð kona, vel máli farin og mælsk með afbrigðum. Skrifuðu þau fjölda blaðagreina um sín hugðarefni. Þá voru margir ritfærir í byggðinni og rituðu blaðagreinar um flest eða öll mál, sem voru á döfinni. Verður ekki sagt, að þcir svæfi svefni hins andvaralausa. Ritsnill- ingur nokkur, sem ritaði undir gervinafn- inu Juniper Dick, tók sig fram um að gera þá verandi sveitarráð ódauðlegt, rit- aði flugrit og sendi á hvert pósthús í ný- lendunni. Lærðu margir það utanbókar og kunnu það betur en kristindóminn. Rit þetta var parodía eða stæling af fund- argerning sveitarráðsins. Dramatis per- sonæ þess voru: Jón oddviti Jón skrifari Jón smyrill Jón kjaftur og Jón kvenholli. Frá upphafi landnámsins hefir mikil rækt verið lögð við sönglist. Er söngflokk- urinn, sem við heyrðum á í dag, eitt marg- stirnið (og eitt hið bjartasta) í sjöstjörnu- kerfi stórra söngflokka, sem komið hafa fram á sjónarsviðið, „því vel mér sýndist sungið". Sigurgeirssynir — hinir svonefndu Grundarbræður, gerðu garðinn frægan á Mikley. Gunnsteinn Eyjólfsson var reiðu- búinn að kenna hverjum unglingi, sem vildi læra, söngfræði - ókeypis. Man ég, að hann kenndi fjölda unglinga söngfræði á sunnudögum. Söngflokka æfði hann iðulega og efndi til stórfelldra samsöngva. Lögin, sem hann valdi til þeirra, voru engir húsgangar, heldur hásigld klassik svo sem „Hósíanna" og „Brúðarförin í Harðangri". Og aldamótin (1900-1901) voru gerð hátíðleg mcð lúðrablæstri, básúnuþyt og bumbuslætti lúðrasveitar, er kenndi sig við Lund og var sú eina sinnar tegundar á öllu svæðinu frá Selkirk-lslendingum til Eskimóa. Fyrstu ungmenni í norður- byggðum Nýja-íslands, sem leituðu æðri menntunar á öðrum stöðum, voru þau Dr. Runólfur Marteinsson og Salín Pétursson. Til þeirra verður rakið samhengi særndar þeirrar, er Nýja-ísland hefir haft af sínum námsmönnum. Tíminn leyfir ekki að nefna nema „fáa fleiri“: Þorvald Þorvaldsson Master of Arts, Þorberg Þorvaldsson háskólapró- fessor og vísindamann, Jóhannes Pálsson lækni og rithöfund, síra Guttorm Gutt- ormsson, er bar af öllum sínum háskóla- bræðrum í grísku og latínu, Stefán Gutt- ormsson, er bar af sjálfum prófessorunum í stærðfræði. Þessi sjálfmenntaði ungling- ur nýkominn neðan úr Nýja-Islandi til Winnipeg í háskólann leysir stærðfræði- dæmi, sem prófessorinn, kennarinn hans, réði ekki við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.