Andvari - 01.01.1975, Blaðsíða 104
102
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Þið segið það. - Og svo er flónið spnrt,
hvort sælla var ei trúblindingsins hjarta,
sem forðum daga dreymdi myrkrin hurt
í dúrnum langa og þekkti ei eldinn bjarta.
En hver er heill að hugsa ið dimma bjart?
Það hamlar kveiking Ijóssins, sem menn þyrftu.
Mér virðist sælla að vita myrkrið svart —
það vekur hjá mér löngun eftir birtu.
Ef trúir þú, að sár þitt sé ei sár,
það seint mun gróa, en brýzt út stærra og verra.
Og ef ég sýni, að lífið taki tár,
ég tala kjark í lýð að mýkja og þerra.
Og seinna munu máilin greiðast vönd
úr myrkurflækju af dómgreind inna spöku
og hjartskyggnt fólkið blessa hverja hönd,
sem brá upp skari á tímans rökkurvöku.
Stephan liefur e. t. v. liaft þetta kvæði og tilefni þess m. a. í huga, er hann
brá á eftirfarandi hugleiðingu í bréfi til sr. Rögnvalds Péturssonar Heimis-
ritstjóra 19. nóvember 1906:
„Hérna á fyrri tíð og yngri árum, ,,er glaður ég raust mína hóf“, var öllum
kennt, að ég væri torskilinn og bölsýnn, þangað til að það varð þjóðtrú. Þá var
fáum um það gefið, að fólki fyndist það skilja mig, — eins og við var að
búast! Mönnum er illa við áreynslu, og sannleikurinn á nærfötunum einum
þykir aldrei prestur í hempu. Þættist múgamaðurinn skilja, hvað ég sagði,
hlaut „krítikin" og lærdómurinn að vita, að það var ekki svo. Sjálfsagt var
þetta að sumu leyti satt. En hvað mikið af því var satt, aðeins á þann
liátt, að það, sem ég var að reyna að segja, var nýjung í hugsunarhætt-
inum, sem menn þekktu ekki deili á og var öðruvísi en það, sem þeir voru
vanastir við - og hvað mikið var aftur mitt ,,myrkra-verk“, það eru sakir sér. Nú
er þagað um bölsýni og dróttkvæða orðaskipun, það sem skilningurinn helzt
steytti á. Mér er ekkert gramt út af neinu þessu. Ef eitthvað af því voru hindur-
vitni, þá fer það sömu leið eins og önnur hindurvitni. Yfir höfuð hefir kvæðunum
mínum verið vel fagnað - kannske um skör fram. Ég er hjartans ánægður með
það „meðalverð allra meðalverða", sem út úr því fæst.“