Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 122

Andvari - 01.01.1975, Page 122
120 INDRIÐI INDRIÐASON ANDVARI ekki hann Sigurð minn í Garði.“ Ég var farinn að dotta og draga ýsur, þegar ég heyrði Stefán minnast Sigurðar svona kunnuglega, og ég varð allur að undri. Ég leit til pabba, þaðan var að vænta svars við öllu því, er eigin ski'lningi var ofvaxið. Faðir minn brosti við orðum Stefáns, og ég sá, að þetta fannst föður mínum næsta eðlilegt. Ekki þótti mér líklegt, að Sigurður í Garði, sem var nokkru yngri en pabbi, mundi standa í bréfaskiptum við Stefán, og auk þess vissi ég ekki til, að hann væri skáld, þó að hann segði stundum sögur, sem gaman var að hlusta á, en ráðningu þessarar gátu fengi ég síðar hjá pabba, það hlypi ekki undan. Það hafði verið hringt frá fdúsavík um kveldið, og hann Páll sími (símstjóri), sagði, að þar væri fólk, sem langaði til þess að vita, hvenær gesturinn væri væntanlegur. Það gat faðir minn ekkert sagt um, hann sæti hér hjá sér og á honum væri ekkert fararsnið. Þetta skildi Páll mætavel, en bað þess, að hringt yrði til sín, þegar lagt væri af stað frá Fjalli, hvenær svo sem það yrði, svo að gest- gjafar hans þar og móttakendur gætu áætlað komutíma. Allir daga eiga kvöld, og svo var einnig með þessa sumarmessu heilags Þorláks. Hún var liðin og mið nótt að baki. - Það var kvaðzt á Fjallshlaði, komið er lágnætti. Pabbi sagði við mömmu: „Þú lætur hann Pál vita, að Stefán sé 'lagður af stað.“ Þeir stigu á bak hestum sínum í varpa og riðu niður Fjallshóla- stiginn í átt til Þlúsavíkur, Þórólfur, Þorkell og Stefán; faðir minn fór síðastur. Það var svolítill norðanandvari og kæla í lofti eins og stundum er rétt fyrir dögun. Er ég staulaðist inn Löngugöng í átt til baðstofu þreyttur og vansvefta, fann ég það og vissi, að þetta kvöld hafði gefið mér eitthvað, sem aldrei yrði frá mér tekið. Þegar ég leitaði til föður míns að afstaðinni Þorláksmessu um skilnings- auka á þessum dularfullu orðum Stefáns um Sigurð minn í Garði, lá ráðn- ingin Ijós fyrir. Mjóidalur hét býli fram af Bárðardal, sem nú var löngu komið í eyði. Þar dvaldi Stefán síðustu ár sín á fslandi, og þaðan fluttist hann 19 ára til Vestur- heims. Þegar Sigurður í Garði var ungur maður, rúmlega tvítugur, var hann eitt sinn á ferð um Mjóadal, ég held í fjárleitum. Tók hann beitilyngskló úr Mjóadalslandi og sendi Stefáni vestur að Klettafjöllum ásamt þakkarbréfi fyrir kvæðin hans. Ut af þessu orti Stefán kvæðið Lyng frá auðum æskustöðvum. Ég kannaðist við kvæðið, þó að ég kynni ekki að meta það þá, og vissi, að einhver hafði sent Stefáni lyng heiman frá Mjóadal, en að það hefði verið Sigurður í Garði, vissi ég ekki fyrr en nú. Pabbi sagði okkur einnig frá því, að kveldið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.