Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 140

Andvari - 01.01.1975, Page 140
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON: Huldumál i Fyrir hartnær hálfum fjórða áratug hóf ég nám í íslenzkum fræðum við Háskóla Islands. Einn af kennurum mínum var Sigurður heitinn Nordal. Hann hafði þann sið - í ríkara mæli en venjulegt var þá - að fá nemendum sínum verkefni að vinna. Eftir hæfilegan frest skyldu þeir halda erindi um niðurstöður sínar í kennslustund. Það hlaut að koma að mér eins og öðrum. Fyrir jól 1942 kvaddi Nordal mig á sinn fund og gerði mér að liuga að nafna- felum í Bósarímum. Hugmyndin var að hefja nýtt ár með pistli um þetta efni. Fljótt fékk ég pata af því, að hér væri um að ræða galdra, sem ekki væri heiglum hent við að fást. Allir hlógu og ég líka. Ég held ég cvirði í engu minningu meistarans, þótt ég segi eins og er: Ég leit á verkefnið sem grikk. Eftir áramót hringdi Sigurður til mín og spurði, hvernig gengi. Þótt ótrúlegt sé, gat ég svarað því til, að sennilega hefði ég álpazt á lausn. „Datt mér ekki í hug,“ sagði Sigurður, og er það mesta lof, sem ég hef fengið um dagana. Flinn 9. febrúar 1943 var haldin rannsóknaræfing og ræddar „nafnafel- urnar í Bósarímum". Til slíkra funda efndi Nordal oft. Var þá jafnan boðið lærðum mönnum utan skólans, „stórmennum", eins og Nordal nefndi stundum gesti sína. Ekki vissi ég betur en erindið, sem ilutt var að þessu sinni, félli í sæmilegan jarðveg. Man ég sérstaklega eftir Birni K. Þórólfssyni og minnist hans með þakklæti fyrir orð, sem hann mælti að erindi loknu. Þegar ég nú lít á blöðin, sem ég las af endur fyrir löngu fyrir félögum mínum í skóla og nokkrum lærðum mönnum, hrýs mér hugur. Þroskaleysið, kunnáttuleysið og alger skortur reynslu getur engum dulizt. Með þessu er þó ekki sagt, að hinir vísu feður hafi látið blekkjast. Glópalán er líka lán, munu þeir hafa hugsað og tekið viljann fyrir verkið. Huggunin er sú, að sá, er urn ijallaði, var hrár og ósoðinn stúdent á öðru námsári. Nú, þó að ekki sé af miklu að státa, hefur manni þó - óhjákvæmilega - lagzt eitt og annað til. En sennilega hefði ég aldrei rifjað upp meira en þrjátíu ára gamalt ævintýri af engu tilefni. Á fyrra ári komu út Bósa rímur í nýrri útgáfu. Að henni stóð Stofnun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.