Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 142

Andvari - 01.01.1975, Page 142
140 ÓLAFUR M. ÓLAFSSON ANDVAIÍI á Höfða“ (í Þverárhlíð) kemur við sögu 1494 og 1504. Að lokum segir Ólafur (126. bls.): ,,En þar sem skýrt er tekið fram í VI 71 að Bó. séu ortar fyrir konu sem bjó að Höfða í Þverárhlíð, og að [ = þar sem | nafnið Ari virðist vera falið í I 46, virðist mjög sennilegt að átt sé við Ara Helgason. Af þessu virðist augljóst að rímurnar hafi verið ortar kringum 1500.“ Höfundur Bósarímna segir frá bústað konu þeirrar, sem hann yrkir rímurnar fyrir, á tveimur stöðum. I IV. rímu býr hún „hjá blíðum sjá og björgum hjá“ (3. er.), en í VI. rímu „í Þverárhlíð..., þar er á Höfða heitir“ (71. er.). Fyrra dæminu fylgir ögrandi áskorun um að ráða hin myrku orð. Ekkert rímnaskáld leggur slíka þraut fyrir lesendur sína eða áheyrendur í einni rímunni og færir þeim svo lausnina í annarri. Að öllum líkindum er „Þverárhlíð“ með „Höfða“ dylgjur. Að öðrum kosti hefðu hinar römmu viðjar skáldsins um nafn konunnar komið fyrir ekki, meðan bæði voru uppi, og reyndar verið skrípaleikur fremur en íþrótt. III „Þar er ok sú skáldskapargrein, er jafnan þykkir vel koma ok menn kalla of ljóst,“ segir Ólafur Þórðarson hvítaskáld, og víst er, að fólgið mál „danskrar tungu“ er jafngamalt elztu kvæðum, sem varðveitzt hafa á Norðurlöndum. Undirrót fólgins máls eru tvíræð orð eða margræð. I skáldskaparmáli klæðast þau kenningum. Skipskenningin „hestur sjávar" felur í sér tvær myndir, sem togast á um athygli manns: hest á kostum og skip í ólgusjó. Þegar skáldin höfðu vanizt þessum leik, þráðu þeir meiri streitu. Þeirri löngun mátti fullnægja með því að fela tvírætt orð í kenningu. ,,Marr“ er bæði sjór og hestur. Skáld, sem var að yrkja um hest, gat allt eins falið þarfasta þjóninn í sjávarkenningu. Þá varð streita milli merkingar kenningarinnar og efnis annarra orða setningar- innar, sem kenningin stóð í. Streitan heimtaði orð, sem þýddi bæði ‘sjór’ og ‘hestur’. Orðið, sem undir bjó: ,,marr“, átti að „stíga um palla“, eins og það var kallað, þ. e. skipta um merkingu fyrir afl samhengisins. Lesandinn fékk margt í sinn hlut: yndið af þeirri leit, sem hann þurfti að heyja með sjálfum sér eftir réttu orði, sigurtilfinninguna, þegar hann fann það, og tvær myndir fyrir eina, líkingu, sem löngum hefur þótt aðal andans. Af þessum sökum og mörgum öðrum þurftu skáldin á að halda miklum orðaforða. Hann juku þeir með því að safna heitum, sem síðan var komið fyrir í bundnu máli, þulum, sem læra mátti. Þær kunnu skáldin og allir unnendur skáldskapar. I Þulum er heitum raðað eftir merkingu. Hver þula er hópur samheita. 1 elzta máli er farið að leika með heiti. Er þá eitt sett í annars stað,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.