Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1975, Page 154

Andvari - 01.01.1975, Page 154
152 ÓLAFUR M. ÓLAFSSON ANDVARI Auk þess að fika sig áfram að niðurstöðu um einstök atriði þarf lesandinn því að hafa þrennt í huga: a) Oss (1, 2, 3, 5, 6, 7, 9) er ungt heiti 4. rúnar. I stað þess á að setja gamalt heiti: áss (9, 1). b) Reið (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8), heiti 5. rúnar, má skilja á tvo vegu. Reið er það, ef einhver ríðr, og því er reið = ríðr (1, 9; 4). Þeim skilningi til skýringar má geta þess, að í Völsungarímum Árna Böðvarssonar er sagnarmyndin ríða látin tákna rúnaheitið reið, þar sem skáldið felur nafn sitt í málrúnum. Einnig má hugsa sér, að rúnaheitið reið stígi up palla og skoðist sem þátíð sagnorðsins ríða. Þá breytist þátíð: reið, í nútíð: ríðr, í skjóli þess, að sögn má kallast samheiti við sjálfa sig, í hverri mynd sem hún nefnist. Ekki er örgrannt um, að höfundur Bósarímna gefi lesendanum vísbendingu um þetta, þar sem hann - annars að óþörfu — beitir nútíð fyrir þátíð: geymi fyrir geymdi, í orðum þeim, sem fylgja 7. nafnafelu (VIII,70). Málrúnin reið er hér ekki - fremur en „ógnin böls“ (8) — einhöm. Hitt er víst, að fyrir reið á að koma ríðr eða ríþor. Það ákveður skáldið sjálft (1, 9). c) Ásríþr (1, 9) er gömul mynd nafns. I staðinn komi yngri mynd: Ástríðr (4, 8) eða Ástríþor (1,9). Ráðning gátunnar er því aðallega fólgin í þessu: Fyrir ungt heiti komi gamalt heiti: óss > áss. Fyrir nafnorð eða sagnorðsmynd í þátíð komi sögn í nútíð: reið > ríðr. Fyrir gamla orðmynd komi ung orðmynd: Ásríþr > Ástríðr. Að þessu athuguðu - og þá fyrst - kemur í ljós, að 4. nafnafelu (IV,47): lýða ró og leikr á jó, má - með hliðsjón af 8. nafnafelu (IX,3) - lesa beint: ást og ríðr eða Ástríðr. Iþrótt þessi á sér djúpar rætur í norrænni menningu. Rúnameistarar forn- aldar spreyttu sig á að rista nöfn manna í sem fæstum dráttum. Til dæmis stendur á stoð í norskri stafkirkju frá 12. öld handrún sú, sem sýnd er á 1. mynd. Risturnar eru þrjár - fyrir ellefu eða tólf. Eins og kunnugt er, þrýtur Bósarímur, áður en Bósasögu lýkur, sem ort er eftir. Flefði sögunni verið fylgt al'lt til enda, væru rímurnar að líkindum tólf, en eru tíu. Þrennt bendir til, að Bósarímur hafi aldrei verið lengri og ekki átt að vera það: Idandrit þeirra enda eins. Lykillinn að „hringnum" góða, 9. nafnafela, er í lok IX. rímu. I X. rímu, hinni stytztu í sínum flokki (31 erindi), er rismikill endir, dynjandi svallveizla og - að henni lokinni - stöfnum snúið til hafs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.