Andvari - 01.01.1975, Síða 154
152
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
Auk þess að fika sig áfram að niðurstöðu um einstök atriði þarf lesandinn
því að hafa þrennt í huga:
a) Oss (1, 2, 3, 5, 6, 7, 9) er ungt heiti 4. rúnar. I stað þess á að setja
gamalt heiti: áss (9, 1).
b) Reið (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8), heiti 5. rúnar, má skilja á tvo vegu. Reið er það,
ef einhver ríðr, og því er reið = ríðr (1, 9; 4). Þeim skilningi til skýringar má
geta þess, að í Völsungarímum Árna Böðvarssonar er sagnarmyndin ríða látin
tákna rúnaheitið reið, þar sem skáldið felur nafn sitt í málrúnum. Einnig má
hugsa sér, að rúnaheitið reið stígi up palla og skoðist sem þátíð sagnorðsins ríða.
Þá breytist þátíð: reið, í nútíð: ríðr, í skjóli þess, að sögn má kallast samheiti við
sjálfa sig, í hverri mynd sem hún nefnist. Ekki er örgrannt um, að höfundur
Bósarímna gefi lesendanum vísbendingu um þetta, þar sem hann - annars
að óþörfu — beitir nútíð fyrir þátíð: geymi fyrir geymdi, í orðum þeim, sem
fylgja 7. nafnafelu (VIII,70). Málrúnin reið er hér ekki - fremur en „ógnin
böls“ (8) — einhöm. Hitt er víst, að fyrir reið á að koma ríðr eða ríþor. Það ákveður
skáldið sjálft (1, 9).
c) Ásríþr (1, 9) er gömul mynd nafns. I staðinn komi yngri mynd: Ástríðr
(4, 8) eða Ástríþor (1,9).
Ráðning gátunnar er því aðallega fólgin í þessu: Fyrir ungt heiti komi
gamalt heiti: óss > áss. Fyrir nafnorð eða sagnorðsmynd í þátíð komi sögn í nútíð:
reið > ríðr. Fyrir gamla orðmynd komi ung orðmynd: Ásríþr > Ástríðr.
Að þessu athuguðu - og þá fyrst - kemur í ljós, að 4. nafnafelu (IV,47):
lýða ró og leikr á jó, má - með hliðsjón af 8. nafnafelu (IX,3) - lesa beint:
ást og ríðr eða Ástríðr.
Iþrótt þessi á sér djúpar rætur í norrænni menningu. Rúnameistarar forn-
aldar spreyttu sig á að rista nöfn manna í sem fæstum dráttum. Til dæmis
stendur á stoð í norskri stafkirkju frá 12. öld handrún sú, sem sýnd er á 1. mynd.
Risturnar eru þrjár - fyrir ellefu eða tólf.
Eins og kunnugt er, þrýtur Bósarímur, áður en Bósasögu lýkur, sem ort
er eftir. Flefði sögunni verið fylgt al'lt til enda, væru rímurnar að líkindum
tólf, en eru tíu. Þrennt bendir til, að Bósarímur hafi aldrei verið lengri og ekki
átt að vera það: Idandrit þeirra enda eins. Lykillinn að „hringnum" góða, 9.
nafnafela, er í lok IX. rímu. I X. rímu, hinni stytztu í sínum flokki (31 erindi),
er rismikill endir, dynjandi svallveizla og - að henni lokinni - stöfnum snúið
til hafs.