Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 21

Andvari - 01.01.1979, Side 21
ANDVARI páll ísólfsson 19 lega þakklátur, enda alltaf minnugur á þ:S, sem honum var vel gert. Þetta voru einu föstu tekjur hans um árabil, og enda þótt starfið væri naumast það, sem hann hefði helzt kjörið sér né var hæfastur til, átti hann þó marg- ar ánægjustundir með Lúðrasveitinni, bæði í Reykjavík og á erfiðum, en ævintýralegum ferðalögum um landið. Hann dáðist að áhuga og leikgleði þeirra manna, sem Lúðrasveitina skipuðu, og margir þeirra urðu vinir hans ævilangt. En honum mun hafa fundizt hann vera nokkuð einmana stundum á fyrstu árunum eftir heimkomuna. Hann vantaði sálufélaga, sem hann gæti rætt við um hugðarefni sín og áhugamál. Sigfús Einarsson fannst honum vera næsturn eini maðurinn, sem hægt var að tala við um tónlist, en þó háði það Sigf úsi alla tíð, að áliti Páls, að „hann hafði sóað of löngum tíma í lögfræðinám á Hafnarárunum og þess vegna ekki getað helgrð sig tón- listinni sem skyldi.“ En Páli fannst mikið til um manninn sjálfan, fjöl- þættar gáfur lians og listfengi, og það mikilsverða brautryðjandastarf, sem hann hafði unnið. Skömmu eftir að Páll kom heim, kynntist hann Sigurði Nordal, og tókst með þeim ágæt vinátta. „Upp frá þeirri stund,“ segir Páll, „fannst mér lífið í bænurn þolanlegra en áður.“ Hann taldi sig hafa haft ekki að- eins mikla ánægju, heldur einnig mikið gagn af samtölum sínum við Nordal, og þeir voru mikið samvistum. Páll bætir við: „Aldrei hefur nokk- ur m ður gefið mér eins mikið og hann, aldrei neinn kennt mér jafnvel að hrjóta til mergjar vandamál og rök tilverunnar.“ Vinátta þeirra entist ævi- langt, og á hana bar aldrei neinn skugga. Orgelstíll sá, sem Páll hafði numið í Þýzkalandi, var að sjálfsögðu sá þýzki stíll, sem átti Karl Straube að einum helzta frömuði sínum og for- svarsmanni. Þessi stíll var nokkuð íburðarmikill og rómantískur að yfir- br gði í samræmi við þá stefnu, sem ríkjandi var í tónsköpun og tónflutn- ingi um aldamótin síðustu. I franskri orgellist var annar stíll efst á baugi, einfaldari og skýrari, og má líta á tónskáldið og orgelleikarann Charles Marie Widor sem fremsta fulltrúa h2ns á þessum tíma. Sambærilegur munur var á orgelunum, sem smíðuð voru í þessum löndum. Hin þýzku urðu æ stærri, hljómmeiri og fullkomnari tæknilega, en hin frönsku héldu sér meir að klassískum fyrirmyndum, með hreinni hljómi og meiri hófsemi í tækninýjungum. Snillingurinn Albert Schweitzer varð upphafsmaður hreyfingar, sem miðaði að því að snúa við þróuninni í þýzkri orgelsmíði og orgelstíl. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.