Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 22

Andvari - 01.01.1979, Side 22
20 JÓN ÞORARINSSON ANDVARI var fæddur Þjóðverji, en nam orgelleik hjá Widor í París og haföi því út- sýn til beggja átta, ef svo má segja. Þessi maður, sem mestan hluta ævi sinnar var þekktastur fyrir læknis- og líknarstörf meðal blökkumanna í Afríku, var á yngri árum meðal fremstu organleikara heims og höfundur rits um Joh. Seb. Bach og verk hans, sem orðið hefur sígilt, þótt ekki séu allar skoðanir Schweitzers óumdeildar. Schweitzer hélt því fram, að nýju þýzku orgelin væru illa fallin til að draga fram hinar hreinu og skýru línur sígildrar orgeltónlistar og leita bæri fyrirmynda í orgelsmíði á barokktímanum. Svo sannfærandi var hann í þessum málflutningi, að sjálfur Karl Straube hlaut að fallast á réttmæti hans og var nógu stór i sniðum til að viðurkenna sinnaskipti sín. Hann hafði ráðlagt Páli Isólfssyni að kynna sér franska orgellist og vildi helzt, að hann færi til framhaldsnáms í París hjá Widor eða einhverjum af nemendum hans. Llr þessu gat ekki orðið þá þegar, enda kveðst Páll ekki hafa verið sann- færður um nauðsyn þessarar ráðabreytni að svo stöddu. En hann gleymdi jressu ekki, og Iiaustið 1924, jiegar hann að eigin sögn ,,var orðinn þreyttur á kennslu og hljómleikum hér heima,“ fór hann utan og dvaldist í Frakk- landi fram á næsta vor. Kennari hans í París varð joseph Bonnet, víðfrægur orgelsnillingur. Lærifaðir hans hafði verið Alexandre Guilmant, sem ásamt Widor var helzti organleikari op orpeltónskáld Frakka á síðari hluta 19. aldar og fram yfir aldamót. Þarna kynntist Páll til hlítar franska orgelstílnum, hreyfst af mörgu, sem hann hafði að bjóða, og notfærði sér jrað síðar. Um ólík viðhorf kennara sinna segir hann, jiegar hann roskinn maður rifjaði upp Parísardvölina: ,,Bonnet lagði áherzlu á allt annað en Straube. Straube reyndi að þroska persónuleika okkar, \'ekja okkur til umhugsunar og skiln- ings á innihaldi verkanna. Bonnet hupsaði mest um nákvæmnina í leikn- um, því veigaminnsta ekki síður en hinu, sem mikilvægt var. „Allt annað kemur af sjálfu sér," sagði hann. Siðar hef ég æ meir aðhyllzt franska skól- ann. Þó verður að fara varlega í að tileinka sér hann, jiví hann er auð- gleyptur, svo heillandi er hann.“ Það mun mega segja, að Páll.hafi, þegar frá leið, sameinað í orgelleik sínum þá kosti beggja skólanna, hins jiýzka og hins franska, serii honum fannst mest til um, og þannig skapað sér sinn eigin stíl með líkum hætti og gert hafa aðrir orgelsnillingar, sem svipaðan undirhúning höfðu hlotið. Rétt er að geta þess hér, að Albert Schweitzer, sá mikli hugsuður og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.