Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 47

Andvari - 01.01.1979, Page 47
ANDVARI 45 SÍNUM AUGUM LITUR IIVER Á SILFRIÐ úr verzlunarumsvifum einstaklinga, en þrátt fyrir minnkandi verzlun fór álit kaupmanna vaxandi innan gríska sam- félagsins. Grikkir voru nú settir á bekk með Armeníumönnum og Gyðingum undir erlendri yfirstjórn, og þeim stóð sjaldnast til boða að verða embættis- menn, hermenn eða menntamenn. Hins vegar gátu þeir unnið sig upp á verzlun- arsviðinu, og í Smyrna, Syra og Hydra, að ógleymdri Konstantinopel-Istambul, reis upp grísk yfirstétt útgerðarmanna og stórkaupmanna. Með þessum mönn- um þróaðist hugmyndin um frjálst Grikkland, og það voru peningar þeirra og skip, sem riðu baggamuninn, er frels- isstríðið gegn Tyrkjum hófst 1821. Vert er að hugleiða þetta, þegar okk- ur blöskrar peningadýrkunin í Grikk- landi nútímans. Um leið væri fróðlegt að vita, hvers vegna kaupmenn og auð- kýfingar eru ekki eins hátt skrifaðir á Norðurlöndum. Hjá okkur voru kon- unglegir embættismenn og jarðeigendur - bæði óðalseigendur og bændur - löng- um taldir máttarstólpar þjóðfélagsins, meðan verzlun gegndi ekki jafnmikil- vægu hlutverki. Þess vegna urðu hinir nýríku borgarar 19. aldar að skreyta sig með titlum og temja sér klæðilega hlédrægni í öllu tali um peninga. Okk- ur hefur því veitzt tiltölulega auðvelt að kúvenda frá skefjalausu einkaframtaki yfir í allsherjar skriffinnskuþjóðfélag. Hjá okkur er það gömul hefð að tryggja sig ekki með peningum, heldur skipulagi og ríkisforsjá, en það er enn eldri hefð i Grikklandi að treysta engu nema gló- andi gulli. Þeir sem ætla sér að afnema auð- hyggju í Grikklandi geta því búizt við öflugri mótspyrnu. Hún er runnin þjóð- tnni í merg og bein, svo að forréttinda- stéttirnar eru ekki einar um að halda í ríkjandi þjóðskipulag. Fátæka fólkið heldur fastast í heimanmundinn og áhugi á einbýlishúsum er svo almennur, að jafnvel stórborgir eins og Aþena og Þessaloniki státa af stórum einbýlishúsa- hverfum. Þá, sem lifa á vinnu sinni og hina fjölmörgu er hafa ofan fyrir sér með alls konar braski, er ekki hægt að flokka eftir stéttum. Við skulum taka litlu eyjuna okkar sem dæmi. Hún er vissulega engin verzlunarmiðstöð, en það eru engar ýkjur, að hér eru rekin nokkur hundruð sjálfstæð verzlunarfyr- irtæki, og vitanlega tilheyrir ekkert þeirra verzlanasamsteypu, samvinnufé- lagi né öðrum samtökum. Búðirnar eru allar í einkaeign og reknar af kaup- mönnum og fjölskyldum þeirra, sem eru alltaf til taks fyrir innan eða öllu heldur utan búðarborðið. Stóru fyrir- tækin koma aðeins óbeint við sögu með því að veita smákaupmönnunum umboð fyrir vörur sínar. Meira að segja jafn- landsþekkt stofnun og Joniski-bankinn birtist okkur í mynd duglegs vefnaðar- vörukaupmanns. Fulltrúi olíufélaganna er fyrrverandi asnareki, sem afgreiðir benzín úr einu olíudælunni, sem til er á eynni. Hann kann hvorki að lesa né skrifa, en skilur tölurnar á mælinum, svo að þetta bjargast allt saman. Fegursta dæmið um verzlunarvit fólksins er geðsjúkrahúsið hérna. Sú stofnun hefur svo sannarlega sloppið við nýtízkuhugmyndir, og einu öruggu áhrif hennar eru þau, að sjúklingurinn tapar hér glórunni fyrir fullt og allt. hafi hann haft einhvern snefil af henni, þegar hann var lagður inn. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að af þeim rúmlega 3000 sjúklingum, sem dveljast á hælinu, hafi einn einasti útskrifazt sem heilbrigður maður. Reglurnar eru afar strangar: enginn fær að fara út fyrir landareign sjúkrahússins, enginn fær að hafa neitt út af fyrir sig, allt er bannað, sem hægt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.