Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 50

Andvari - 01.01.1979, Page 50
48 CtÖRAiN SCHILD'J ANDVARl þetta er aðeins undirbúningurinn yndir betra líf, hreinsunareldurinn, sem þeir verða að ganga í gegnum til þess að komast aftur heim til Grikklands og geta átt náðuga daga. A hverju ári kveðjum við einhvern kunningjann, sem er að fara til Astralíu, Bandaríkjanna ellegar suður til Kongó í Afríku. Suma hittum við seinna við heimkomuna með gulltönn í munni og bankabók í vasanum. Forríkir eyja- skeggjar hafa þó ekki sézt síðan daga hins gullna nýlendutímabils í Evrópu leið. Þá var öldin önnur, einkurn á nítj- ándu öld. A Leros má sjá einar tíu hallir, sem heimfúsir Leriótar létu reisa kringum aldamótin 1800. Gamlir eyja- skeggjar kunna margar sögur af bygg- ingameisturum og eigendum stórhýs- anna og ævintýralegum auðæfum þeirra, sem komu frá Rússlandi og Egyptalandi og heimaeyjan naut góðs af. Stóri barna- skólinn okkar, byggður í nýklassiskum stíl, og ráðhúsið bera vott urn ræktar- semi þessarar gömlu yfirstéttar við heimkynni sín. Ur hópi hennar stafar nafn Zigada Pascha mestum lióma.1) Af goðsögninni um hann má ætla, að enginn hafi látið gríska drauminn um hamingjuna rætast á jafnfullkominn hátt. Zigada mun hafa flutzt til Egypta- lands um miðja 19. öld, því að hann var búinn að koma sér upp myndarlegri, en þó ekkert sérstakri matvöruverzlun við eina af aðalgötum Kairóborgar, þegar Ismail Pascha var gerður að varakon- ungi. Samkvæmt sögninni, sem sögð er á Leros, kepptust allir kaupmennirniv við götuna um að skreyta verzlanir sín- ar sem bezt til heiðurs konungi, sem átti að aka í skrúðfylkingu um götuna. ') pascha: fyrrum háttsettur tyrkneskur embættismaður. Athugasemd þýð. Sagan segir ekki, hvaða brögðum Zigada beitti, en Ismail lét stöðva vagn sinn fyrir utan verzlun hans og spurði, hvaða fyrirmyndarmaður ætti hana. Zigada varpaði sér auðmjúkur til jarðar og var á stundinni útnefndur hirðkaupmaður. Þetta var nú harla gott, en Zigada var býsna klókur og sá, að hann gat komið ár sinni enn betur fyrir borð með smávegis hagræðingu. Afhending var- anna fór þannig fram, að Zigada var korninn morgun hvern á hallarsvæðið með klyfjaasna sína. Vörðurinn í hallar- hliðinu athugaði og skráði hjá sér fjölda þeirra og það sem var í klyfjunum. Nú hagaði svo til, að annar inngangur var í hallargarðinn, þar sem vörðurinn var ekki eins samvizkusamur og hafði ekk- ert á móti því að drýgja tekjurnar með smáupphæð frá Zigada. Asnarnir voru nú látnir fara nokkra hringi inn um annað hliðið og út urn hitt og skráðir nákvæmlega hverju sinni. Zigada varð stórríkur á skömmum tíma og hækkaði brátt í lign vegna framúrskarandi þjón- ustu. Soldánninn í Miklagarði, sem var yfirmaður Ismail varakonungs, gerði hann um síðir að pascha. A sumrin, þegar hitinn í Kairó var kæfandi og Ismail fluttist í höll sína í Alexandríu, hélt Zigada til heimaeyjar- innar, Leros. Hann ferðaðist með lysti- snekkju sinni, er knúin var gufuafli, og varpaði akkerum í Lakkivík, þar sem Italir reistu seinna hafnarborg í imperíal stíl. Þegar hér var kornið sögu, stóð þar ein sér sumarhöll Zigadas í eins konar endurreisnarstíl, með hjöllum og gos- brunnum, umlukt ekalyptustrjám. Grynnsta hluta víkurinnar lét hann girða og gera að fiskatjörn, þar sem gómsætir fiskar, humrar og krabbar syntu, unz húsbóndinn benti matsveini sínum á einhvern þeirra í soðið. Þjónar Zigadas voru allt blökkumenn. þrælar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.