Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 56

Andvari - 01.01.1979, Page 56
VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON: Jónas Guðlaugsson skáld Kringum seinustu aldamót var fjör og kraftur í íslenzku þjóðlífi og úrslita- umbrot í stjórnmálum og mikill vöxtur í atvinnulífi. Skáldin gerðust stjórnmála- menn og stjórnmálamennirnir skáld, eins og algengt hefur reyndar verið í íslenzkri sögu. Plato hafði að vísu í gamla daga í Grikklandi þá skoðun, að skáldum bæri að bægja sem allra mest frá áhrifum á landsmál. Ekki var þetta íslenzk skoðun, og á þeirri tímamótaöld, sem hér ræðir um, voru höfuðskáld valdamenn og stjórnsýslumenn. Ýmsir helztu menn, sem blöðunum stýrðu, voru einnig meðal höfuðskálda í eldri kynslóð, og ungir menn bættust við. Einn þeirra var Jónas Guðlaugsson. Nú er að vísu nokkuð fennt yfir hann í þessari fylkingu og þó ómaklega. Hannes Pétursson gaf út úrval íslenzkra kvæða hans 1957. Hann var yngstur í þeim nýja skáldaflokki, sem um aldamótin ruddist fram í stjórnmálin og blaðamennskuna. Hann var svo ungur, að hann þurfti að segja skakkt til um aldur sinn og gera sig eldri en hann var til þess að komast sem ábyrgðarmaður út í blaðaútgáfu á ísafirði, með öðrum ungum höfundi, Guðmundi skólaskáldi. Þetta var 1906, þegar þeir stofnuðu blaðið Valinn. Jónas Guðlaugsson er talinn ritstjóri hans og eigandi, en Guðmundur skólaskáld meðritstjóri. Jónas Guðlaugsson var prestssonur, fæddur á Staðarhrauni 27. ágúst 1887 og settist í Lærða skólann 1901. Hann gaf út fyrstu kvæðabók sína, Vorblóm, árið 1905 og aðra með Sigurði frá Arnarholti, Sigurði slembi, árið eftir. Honum lá á, og hann var hvei’gi hræddur. Jónas Guðlaugsson var af ætt skálda og umsýslumanna, og hafa þeir frændur fengizt við hvorttveggja fram á þennan dag, ritstörf og framkvæmdir. Sr. Guð- laugur Guðmundsson, faðir Jónasar (f. 1853), gaf út Ljóðmæli (1925), og annar sonur prestsins, Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, ritstjóri og formaður Loftleiða, gaf út kvæðabókina Skuggar (1927). Vorblóm var ekki stórbrotin bók og víst ekki við því að búast, og skáldið sagði þá sjálft, að þess mætti minnast, „ef mönnum þykir eitthvað viðvaningslega gert, að höfundurinn er aðeins átján ára“. Næsta bókin, Tvístirnið, er fjölbreytt- ari og fallegri ljóðabók og hlutur Sigurðar að vísu oft snjallari eða þroskameiri. Sigurður var nær áratug eldri en Jónas. Hann sagði mér, að Jónas Guðlaugsson hefði átt upptökin að útgáfu kvæðanna, sjálfur hefði hann þá verið hikandi og óframfærinn. Hann varð aldrei mikilvirkur, en vandvirkur listamaður, orðfagur og bragsnjallur og ágætur þýðari. Hann var einnig rnjög vel ritfær á laust mál, skrifaði stundum harða gagnrýni og fjöruga og fróðlega minningaþætti. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.