Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 73

Andvari - 01.01.1979, Side 73
ANDVARJ HALLÆRI OG HNEYKSLISMÁL 71 hreppum sýslunnar hafa margir orðið að kaupa korn til fóðurs kúm sínum og ám og þar við stofnað sér í miklar skuldir. . . Hjá allmörgum hafa skepnurnar, er þeir keyptu kornið til fóðurs, drepizt síðar. Þessar fregnir leiddu til þess, að ritstjóri Skuldar skrifaði: Það horfir vafalaust til mikilla vandræða víða um land á komandi vetri og vori; skepnufellir virðist víða sjálfsagður, sumpart sakir heyleysis og sumpart af því, að fólkið getur enga aðra björg sér veitt en að skera ofan í sig það, sem eftir verður af gripunum, til að bjarga lífinu, og er sagt, að fé muni víða verða rýrt til frálags í haust sakir hors eftir gróðurlaust sumarið. En jafnvel mannfellir af bjargarskorti virðist munu vofa yfir í sumum plássum, t. d. þar sem menn hafa misst allar eða svo að kalla allar skepnur úr hor síðasta vetur, og hafa þó hleypt sér í stórskuldir fyrst, til að kaupa korn í gripina, sem svo loksins hefir eigi komið að haldi. Það var ekki nema von, að samskotanefndin tryði þessu, og erfitt er að sjá, hvernig hægt sé að vantreysta skýrslunum. Að vísu urðu þær til þess, að Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslunefndin fékk 10.000 kr. hallærislán, en aðrar skýrsl- ur sýna líka, að mikil kreppa var á Vesturlandi á þessu ári. Varla hefði það borgað sig fyrir embættismennina, þótt svikulir væru, að falsa tíundarframtalið, en samkvæmt Árbók Snæfellinga og Hnappdæla, sem samin er a'f Árna Halldóri Hannessyni (Lbs. 616 4to), var tíundarframtal sýslunnar 1881 1652 hundruð, en 1882 aðeins 789 hundruð, eða um 52 prósentum lægra. Ástandið batnaði lítið eitt 1883, þegar framtalið nam 922 hundruðum. Um mislingana leikur enginn V'afi, að þeir ollu þjóðinni allmiklum skaða. Bæði voru þeir banvænir í mörgum tilfellum, og svo breiddust þeir út „eins og einhver hraðboði tálmunarlaust frá Reykjavík og hnekkti stórlega öllum fram- kvæmdum um helzta atvinnutímann“ (Skuld 10. nóvember 1882). Ekki er alveg víst, hvað þeir voru margir sem dóu úr mislingunum, þar eð dánarorsökin var ekki alltaf skrásett, en talið er, að sóttin hafi drepið rúm 1600 manns (Eir I 1899, bls. 4). En manntjónið varð meira en svo, af því að mislingarnir reyndust sérlega banvænir ófrískum konum. Árið 1881 fæddust 2437 á íslandi, en 2393 dóu, en 1882 fæddust aðeins 1945, en 3353 dóu. Um árferðið ber öllum vitnum saman, að veturinn 1880-1881 var með þeim verstu, sem þekkzt hafa hér á landi, enda almennt kallaður „frostavetur- inn mikli“. Furðulítill skepnumissir varð þó þennan vetur, en það var að þakka hinu ágætu sumri 1880, þegar heyfengur var óvenju mikill víðast hvar á land- inu. Þó mun ekki hafa verið afgangs hey, þegar löksins voraði 1881. Grasbrest- ur var mikill alls staðar á landinu 1881, og þótt veturinn 1881-1882 væri hvergi eins harður og veturinn næst á undan, svo að féð var á mörgum stöðum tekið frekar seint á gjöf, skall á mesta illvirðri á páskum, þegar ’fóðurbjörg var þrotin. Þá lagðist lílka hafísinn að Norður- og Austurlandi og lá þar sumstaðar allt fram J ágústlok. Helzt mætti gizka á, að ísinn væri orsök Iþess, að Hilmar Finsen og aðrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.