Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 74

Andvari - 01.01.1979, Side 74
72 RUTH CHRISTINE ELLISON ANDVARI töldu ástandið verra en ]iað í raun og veru var. Enginn sími var þá til á landinu, og fréttir bárust seint 'frá Norðurlandi, þegar ófært var sjóleiðis til Reykjavíkur og illa fært landveg. Embættismenn fyrir sunnan urðu að geta sér til eftir reynslu sinni um ástandið fyrir norðan, en flestir hafa þótzt ganga að því vísu, að gras- brestur yrði óhjákvæmileg afleiðing hafíssins. Það kom mönnum mjög á óvart, að svo varð ekki, eða ekki alls staðar. Það má telja landshöfðingjanum til hróss, heldur en liitt, að hann reyndi að veita landsmönnum hjálp í tæka tíð, fremur en bíða éftir ýtarlegum skýrslum frá undirmönnum sínum. Með Iþví að flest virðist þarna oiJka tvímælis um árferðið, væri það kannski ekki úr vegi að líta í nokkur skjöl frá þessum árum, sem voru ekki ætluð til útgáiu, né til að sanna hinn eða iþennan málstað. Þótt Árni 'Ehorlacius kunni t. a. m. að hafa kveðið df fast að orði um hallærið í bréfinu, sem hann sendi Eiríki Magnússyni, hlýtur hann að hafa verið nákvæmur og sannsögull, þegar hann skrifaði hjá sér í almanök sín athugasemdir um heyfenginn á hverju ári. Fróðlegt er að bera saman tölur hans um heyfeng 1880-1883, en 1883 var talið gott meðalár. Af einu túni, Tangatúni, fékk Árni 1880 224 hesta, en 1881 ekki nema 118. Fengurinn var betri 1882, eða 154, en 1883 var hann 184 hestar. Niðurstöðutölur sýna þó greinilega, að ástandið var engu betra 1882 en 1881. Eleildarheyfengur var svohljóðandi: 1880 - 1939 hestar; 1881 - 965 hestar; 1882-963 hestar; 1883-1619 hestar (Lbs. 654 8vo). Má telja þetta gilda sönnun um grasbrest í Stykkishólmi að minnsta kosti. Bezt mun vera að leita upplýsinga frá þeim slóðum, þar sem samskota- nefndin lét úthluta gjöfunum, fyrst óvinir hennar töldu einróma, að hjálpin væri veitt þar, sem engin neyð væri. Maður hét Þorsteinn Þórarinsson og var prestur í Heydölum í Suður-Múlasýslu, en Djúpivogur, fyrsti áfangastaður Eiríks Magnússonar, er næsti ikaupstaður fyrir sunnan Heydali. Ekki var séra Þorsteinn einn þeirra drýkkfelldu prestsaumingja, sem Guðbrandur Vigfússon varaði almenning í Englandi við. Eftir dagbókum hans að dæma (Lbs. 2965 4vo) varhann samvizkusamur í embætti sínu, messaði og húsvitjaði, nema ófært væri, og hjálpaði sóknarbörnum sínum eftir getu. Veðurathuganir séra Þorsteins 1880 og 1881 koma heim við almennar frá- sagnir. 22. október 1880 skrifar liann til dæmis: Þá er þetta blessaða sumar á enda, sem hefur verið að veðráttu og grasvexti á öllu harðvelli hið bezta, er elztu menn muna, og jafnvel á þessari öld. Veikindi engin og manndauði enginn. Afli fremur tregur víðast hvar, en síldarveiði fjarskalega mikil, þar sem hún er veidd. Kaupverzlun allgóð. 20. apríl 1881 cr sagan öðruvísi: Þannig er þessi vetur á enda, sem hefur verið sá harðasti með frostgrimmdum, veðrum og hagleysum, sent menn muna eftir. Fé fallið nokkuð hjá sumum. Að verulega bágt var hjá sumum, kemur greinilega fram 25. júlí 1881, þegar séra Þorsteinn skrifar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.