Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 92

Andvari - 01.01.1979, Side 92
90 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI eyga, munaðargjarna meinlætamanns og ástríðufulla vonardýrlings, Lohengrins, Tannhausers, Tristans, Siegfrieds, Parsifals, - Richards Wagners. Það er í senn hrífandi og átakanlegt að lesa úr þessum myndum líf hins róm- antíska ástamanns og píslargöngu hans um lífsins stigu alltaf á flótta frá einurn stað til annars undan lánardrottnum og tollheimtumönnum, undan refsinornum örlaga sinna og demónum ástarinnar, þar til hann loks fann athvarf og skjól undir verndarvæng hins vitskerta Bajarakonungs, Luðvíks II„ sem dýrkaði Lohengrin og tók hann sér ti! fyrirmyndar; sagt er, að hann hafi siglt um nætur, íklæddur silfurbrynju með hjálm á höfði á vötnurn lands síns og reist sér ævintýralega kastala í skógum þess. Eg beindi þó athygli minni einkum að þeirri deild safnsins, er sýnir gestinum sögu ,,Niflungahringsins“, sem er öndvegisverk Wagners eða „magnum opus“ og tók 28 ár af ævi hans að semja. Hér má í myndasögu og handrita fylgjast með tilurð þess frá frumdrögum til fullkomnunar. Fyrsta hugmynd Wagners var að semja aðeins einn leik, „Dauða Siegfrieds", úr efni, er hann sótti í þýzka miðalda- kvæðið „Das Nibelungenlied". En brátt varð honum ljóst, að verkið krafðist rniklu víðtækari útlistunar og forsendu en hægt væri að koma fyrir í einum leikþætti eða söngleik, og óx verkið þannig í höndum hans og huga, að úr varð að lokum sú heimssköpunar-saga, er við nú þekkjum. Hann leitaði víða til fanga, í frum- heimildum norrænnar goðafræði, er skráðar eru í Eddum Islendinga, Völsunga- sögu og öðrum fornsögum, svo sem áður er sagt. Hann fékk hugmyndir úr þýzkurn ævintýrum svo sem sögunni af ófælna drengnum, sem kunni ekki að hræðast, úr sögunni af Völundi smið og víðar að, en breytti öllu sér í vil eins og skáldum er títt. Hann hóf að semja leiktextann árið 1848, er hann var hálfþrítugur að aldri, samdi síðan leikina „Rínargullið“, „Valkyrjuna", „Siegfried” og „Ragnarök” eða „Ragnarökkur“ (sbr. ,,Götterdámmerung“) á árunum 1853-74, en inn á milli „Tristan og Isold“. Hann var kominn á sjötugsaldur, þegar þessu mikla verki lauk. Það var einkar hrífandi og fróðlegt að skoða öll handritin að verkinu, sem í safninu eru geymd. Meðan við stöndum þarna við, eru leiknir þættir úr söngleikum Wagners á grammófón, - gamlar plötur með röddum heimsfrægra, nú löngu liðinna Wagner- söngvara. Isoldes Liebestod hljómar um salinn. Enginn - hugsa ég - hefir sungið ástinni annan eins söng - hinni jarðnesku ást, sem ber dauðaþrána í brjósti sér. Og mér koma orð í hug; „Gleymdu samt ekki Mozart,“ sagði Sigfús Einarsson eitt sinn við ungan Wagnerdýrkanda. Nú heyrist mér þessum orðum hvíslað í eyra mér. Mozart, sem bar himneska ást í jarðnesku hjarta. Það er mál að hverfa héðan og gott að koma út í sumargoluna og sólskinið og heyra hinn lausnarþreyjandi skilnaðarsöng ísoldar deyja inn í þögnina að baki sér. Eg sezt á bekk í hallargarðinum og læt tónasveiminn líða mér úr huga. Astin, sem Wagner kallar Minne, þ. e. munuð í víðtækum skilningi, var örlaga- þráður lífs hans og listar. Lohengrin, Gralsriddarinn, stígur niður af helgu fjalli til að njóta faðmlagsins Elsu; Tannháuser duflar við frú Venus, en dreymir um ást Elísabetar, hinnar hreinu og björtu meyjar; Tristan þráir brúðkaupsnótt dauðans með ísold, hina eilífu ástarsælu, - en Parsifal vinnur kórónu kærleikans með skírlífi sínu. Einnig í „Hringnum“ er ástin kveikur atburðarásarinnar; andstæða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.