Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 97

Andvari - 01.01.1979, Side 97
andvari NÍU BRÉF 95 Kringlu, og þess óska ég þér, að enn megi þú lengi lesa og hugsa þér til ánægju. Vertu svo sæll á meðan. Þakka þér allt gott, og heilsaðu konu þinni og heimili frá mér. Vinsamlega, Stepan G. Stephansson. Markerville, Alta, 19. des. 1917. Góði vin. - Þökk fyrir bréf þitt og hlýhug til mín, ferðlúnum og heirn- horfnum. Víst las ég léttilega bréfið þitt, og er yfirgengilegt, hve læsilega þú skrifar, eins og ástatt er. Krakkar mínir, sem sáu bréf þitt, voru að taka til þess. Eg var að heiman rétta 7 mánuði. Fór 7. maí og kom 7. des. Er nú reyndar kominn heim fyrir stuttu, en varla skrið- inn alveg saman enn. Jú, fólkið, og veðráttan líka, var mér allt betra en ég get lýst, né átti von á, og bjóst þó við því bezta. En þrátt fyrir það: Ég hafði þá „erfiði sem erindi", á annan hátt, og vissi það Iíka fyrir fram. A þann hátt varð ég oft að taka nokkuð nærri mér, og er ögn eftir mig, svo að mér leiðist að heyra þetta alstaðar- tuggna: að eftir þessa ferð mundi ég eiga eftir mitt mesta og bezta, svo hljóti hún að hafa yngt mig! Hvílík þó ein- feldnisónærgætni velviljans? Eins og vor geti komið í október, hafi nokkurt sumar verið í árinu. En sleppum því. I Skagafirði kom ég að Víðivöllum, Mikla- bæ, Víðimýri, Álfgeirsvöllum, Nauta- búi, Geldingaholti, Réttarholti, Frosta- stöðum, Vatnsleysu, Hólum, Reynistað °g Páfastöðum o. v., og var 5 daga á Sauðárkróki og gekk í Drangey. Veizl- ur stóðu, á Víðimýri og Króknum, en þar bjó ég hjá Jónasi Kristjánssyni læknir. Mér var tekið með virktum þar. ekki síður en annarstaðar - jafnvel buðu mig velkominn í Seiluhrepp minn (og er það þó ekki vani), þegar ég gat þess, að til hans myndi ég segja mig, kæmist ég ekki vestur í haust. Við Jón bróður þinn varð ég hvergi var - en sannleikurinn er, margur sá sem ég man nú engin deili á, eður lítil, mun hafa hitt mig og heilsað. Ókunnugur, eins og ég, getur ekki geymt þann fjölda í minni sínu, í öllu því flugi og fáti. „Vormorgnarnir“ vóru nú af, þegar ég kom í fjörðinn. Ég kom þar fyrsta ágúst. En ég kvað þar þennan „Berja- mó“ og fleira. Hatti og skónum hentu að mér! Hraðan á! nú man ég hvar leiðin var í lyng og her. Langar mig að koma þar. Hvort ég rati? Hæ og hó! héðan útí Fornamó, þurfi fylgd til funda? þó fyrnda gatan nú sé mjó - þar ég hörn að herjum finn. Boða mér ei slika trú: að hann gamli mórinn minn! muni vera auður nú. Og í flokknum okkar þar ævinlega hittist sá, sem í mestum víking var, væri glímt og tekizt á. - Heyrðu piltur, þarna þú! Þaufar karlinn heimvið hú? Frétti hann til mín? Firran sú, fyrri daga að erfa nú! hvort þá fékk, í flýtis-kaup, fleiri her í vettlinginn. Hvort að það sé karlaraup, kæri, spurðu hann pabha þinn. Þangað kom í hópinn hún - hún var smali, eins og ég - fjalla-dísin hjört á hrún, harnadrottning tíguleg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.