Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 106

Andvari - 01.01.1979, Síða 106
104 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Baldri fyrir alls konar háska, ok Frigg tók svardaga til þess, at eira skyldu Baldri eldr ok vatn, járn ok alls konar málmr, steinar, jörðin, viðirnir, sóttirnar, dýrin, fuglarnir, eitr, ormar. En er þetta var gert ok vitat, þá var þat skemmtun Baldrs ok ásanna, at hann skyldi standa upp á þingum, en allir aðrir skyldu sumir skjóta á hann, sumir höggva til', sumir berja grjóti. En hvat sem at var gert, sakaði hann ekki, ok þótti þetta öllum mikill frami. En er þetta sá Loki Laufeyjarson, þá líkaði honum illa, er Baldr sakaði ekki. Hann gekk til Fensalar til Friggjar ok brá sér í konu líki“ - og tekst að veiða upp úr Frigg, livaða hlutur það væri, er hefði ekki unnið eið að því að eira Baldri, var síðan ekki seinn að ná í hann og fá í hendur Heði blinda, er svo skaut honum að Baldri að tilvísun Loka, „ok hefir þat mest óhapp verit unnit með goðum ok mönnum." Með því að láta Loka hregða sér í konu líki, vill Snorri sýna það, sem orðað er svo á einurn stað í Gísla sögu, að oft standi illt af kvenna hjali. Þá er Baldr var fallinn, þá fellust öllum ásum orðtök ok svá hendr at taka til hans, ok sá hverr til annars. . . . En þá er æsirnir freistuðu at mæla, þá var hitt þó fyrr, at grátrinn kom upp. .. . En er goðin vitkuðust, þá mælti Frigg ok spurði, hverr sá væri með ásum, er eignast vildi allar ástir hennar ok hylli ok vili hann ríða á helveg ok freista, ef hann fái fundit Baldr, ok bjóða Helju útlausn, ef hon vill láta fara Baldr heim í Ásgarð." Frigg verÖur þannig fyrst til máls, þegar öllum ásum fallast orðtök. En þótt sendiboða hennar, Hermóði inum hvata, takist að finna Baldur, vill Hél kerling ekki sleppa honum lyrr en á það hefur verið látið reyna, hvárt Baldr var svá ástsæll sem sagt er. „Ok ef allir hlutir í heiminum, kykvir ok dauðir, gráta hann, þá skal hann fara til ása aftr, en haldast með Helju. ef nakkvarr mælir við eða vill eigi gráta.“ Æsir sendu nú erindreka um allan heim að biðja, að Baldur væri grátinn úr helju, og sem þeir fóru heim ok höfðu vel rekit sín erindi, finna þeir í helli nökkurum, hvar gýgr sat. Hon nefndist Þökk. Þeir biðja hana gráta Baldr ór helju. Hon segir: „Þökk mun gráta þurrum tárum Baldrs bálfarar; kyks né dauðs nautka ek karls sonar, haldi Hel því, er hefir." En þess geta rrienn, at þar hafi verit Loki Laufeyjarson, er flest hefir illt gert með ásum. Segja má, að í allri þessari frásögn andi heldur köldu til kvenþjóðarinnar, þar sem Loki er tvívegis látinn hregða sér í konu líki, er hann fvrst hefur uppi á hinu hanvæna vopni, en síðar neitar að gráta Baldur úr helju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.