Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 123

Andvari - 01.01.1979, Page 123
andvari GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 121 spari ekki háðið við lygara, og mætti e. t. v. segja, að Eyvindur væri í þeim ilokki, því að hann lýgur að sjálfum sér og öðrum, þykist meiri maður en hann í rauninni er. Egluhöfundur finnur vel, að hlutverk hans er það eitt að setja vísuna um Eyvind sem bezt á svið, búa svo í haginn, að áhevrendur eða lesendur geti í lokin hlegið dátt með Agli að óförum Eyvindar. Annað dæmi þess í Egils sögu, að hent sé öðrum þræði gaman að viður- nefnum manna, er frásögn höfundar af þeim bræðrum, Sigtryggi snarfara og Hallvarði harðfara, í 18., 21. og 22. kap., en þar er jafnframt farið líkt að og í kaflanum um Eyvind skreyju: Þeir bræður eru ifyrst að kalla lofaðir á hvert reipi, svo að ófarir þeirra verði um síðir ennþá háðulegri. Ég hirti nú fyrst frásögn af þeim bræðrum í fyrra helmingi 18. kapítula: Sigtryggr snarfari ok Hallvarðr harðfari hétu bræðr tveir. Þeir váru með Haraldi konungi, víkverskir menn. Var móðurætt þeira á Vestfold, ok váru þeir í frændsemistölu við Harald konung. Faðir þeira hafði kyn átt tveirn megum Gautelfar. Hann hafði bú átt í Hísing ok var maðr stórauðigr, en þá höfðu þeir tekit við arfi eftir föður sinn. Þeir váru fjórir bræðr. Hét einn Þórðr, ok Þor- geirr, ok váru þeir yngri. Þeir váru heima ok réðu fyrir búi. Þeir Sigtryggr ok Hallvarðr höfðu sendiferðir konungs allar, bæði innan lands og útan lands, ok höfðu margar ferðir þær farit, er háskasamligar váru, bæði til aftöku manna eða fé upp at taka fyrir þeim mönnum, er konungr lætr heimferðir veita. Þeir höfðu sveit mikla um sik. Ekki váru þeir vingaðir alþýðu manns, en konungr mat þá mikils, ok váru þeir allra manna bezt færir bæði á fæti ok á skíðum, svá ok í skipförum váru þeir hvatfærri en aðrir menn. Hreystimenn váru þeir ok miklir ok forsjálir um flest. Þeir váru þá með konungi, er þetta var tíðenda. Um haustit fór konungr at veizlum um Hörðaland. Þat var einn dag, at hann lét kalla til sín þá bræðr, Hallvarð ok Sigtrygg. En er þeir kómu til hans, sagði hann þeim, at þeir skyldu fara með sveit sína ok halda njósn um skip þat, sem Þorgils gjallandi fór með - „ok hann hafði í sumar vestr til Englands. Færið mér skipit ok allt þat, er á er, nema menn. Látið þá fara brott leið sína í friði, ef þeir vilja ekki verja skipit.“ Þeir bræðr váru þess albúnir, ok tók sitt langskip hvárr þeira, fara síðan at leita þeira Þorgils ok spurðu, at hann var vestan kominn ok hann hafði siglt norðr með landi. Þeir fara norðr eftir þeim ok hitta þá í Furusundi, kenndu brátt skipit ok lögðu at annat skipit á útborða, en sumir gengu á land upp ok út á skipit at bryggjunum. Þeir Þorgils vissu sér engis ótta ván ok vöruðust ekki. Fundu þeir eigi fyrr en fjölði manns var uppi á skipinu með alvæpni ok þeir váru allir handteknir ok leiddir síðan á land upp ok vápnlausir ok höfðu ekki nema ígangsklæði ein. En þeir Hallvarðr skutu út bryggjunum ok slógu strenginum ok drógu út skipit, snúa síðan leið sína ok sigldu suðr, þar til þess er þeir fundu konung, færðu honum skipil ok allt þat, er á var. I 21. kap. leynir sér ekki hæðnistónn höfundar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.