Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 133

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 133
ANDVARI GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 131 mjcg við, er sýnt, hversu Ólafur náði Bæsingi, sverSi Haralds föSur síns, þótt SigurSur stjúpi hans vildi banna honum þaS, en síSan fer þessi frásögn: Sigurðr krafði hann oft at söðla sér reiðskjóta. Ok eitt sinn teygði hann at sér alihafr einn mikinn ok lagði á hann við bitul ok slöngir á hann söðli. Og er konungr sér, spyrr hann, hví hann gerði svá. Hann svarar, kvaðst þat þykkja sæmi- ligt, at hann riði hafrinum, kvaðst hann svá þykkja með konungum sem sá farar- skjóti með öðrum riddarahestum. Eigi kvaddi Sigurðr hann oftar til þessarar sýslu. Snorri sleppir sverðssögunni, en síðara atriðið verður á þessa leið hjá honum í 2. kapítula sögunnar: Þat var eitt sinn, at Sigurðr konungr vildi ríða af bæ, þá var engi maðr heima á bænum. Hann kvaddi Ólaf stjúpson sinn at söðla sér hest. Ólafr gekk til geita- húss, tók þar bukk þann, er mestr var, ok leiddi heim ok lagði á söðul konungs, gekk þá ok segir honum, at þá hafði hann búit honum reiðskjóta. Þá gekk Sigurðr konungr til ok sá, hvat Ólafr hafði gört. Hann mælti: „Auðsætt er, at þú munt vilja af höndum ráða kvaðningar mínar. Mun móður þinni þat þykkja sæmiligt, at ek hafa engar kvaðningar við þik, þær er þér sé í móti skapi. Er þat auðsætt, at vit munum ekki vera skaplíkir. Muntu vera miklu skapstærri en ek em.“ Ólafr svarar fá ok hló við ok gekk í brott. í 1. kapítula var Sigurði lýst svo, að hann væri búsýslumaðr mikill ok hafði menn sína mjök í slarfi, ok hann sjáll'r fór oftliga at sjá um akra ok eng eða fénað ok enn til smíða eða þar, er menn störfuðu eitthvat. Snorra 'finnst því eins og höfundi Helgisögunnar bukkur hæfilegur reið- skjóti handa Sigurði, en í stað þess að mæla ful'lum stöfum, eins og gert er í Helgi- sögunni, lætur hann Ólaf taka „bukk þann, er mestr var“, og kemur saman- burðinum þannig við á enn fínni hátt - og herðir svo á með því, að Ólafur er látinn leggja á bukkinn söðul konungs. 1 Helgisögunni er svo að sjá, að Sigurður hafi fyrst ekki skilið, hvar til var stefnt, og hann því látinn spyrja, hví Ólafur gerði svo. En í frásögn Snorra skilur hann þegar, hvað um er að vera, og bregður á heilmikla hugleiðingu i sigildum Snorra stíl. En bukkurinn er ekki enn úr sögunni, honurn skýtur upp löngu síðar, í 52. kapítula, þegar Sigurður sýr eggjar Ólaf konung, að þeir skyldu eftir orustuna fvrir Nesjum leggja að Sveini jarli Hákonarsyni ok láta þá til stáls sverfa með þeim. Ólafr konungr segir, at hann vill sjá fyrst, hvert ráð jarl tekr, hvárt þeir halda saman flokkinum eða skilst við hann liðit. Sigurðr kvað hann ráða mundu - „en þat er mitt hugboð," segir hann, „við skap- lyndi þitt ok ráðgirni, at seint tryggvir þú þá stórbukkana, svá sem þeir eru vanir áðr at halda fullu til móts við höfðingja.“ Sigurður reyndist sannspár og hefndi þess nú, er Ólafur söðlaði honum bukkinn forðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.