Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 134

Andvari - 01.01.1979, Síða 134
132 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Sigurður hefur verið Snorra mjög hugstæður, og er margt skemmtilegt, er frá honum segir í Olafs sögu. Þegar Olafur kemur heim úr fyrstu herferðum sínum erlendis og hefur að auki hrakið Hákon jarl Eiríksson úr landi, er von, að völlur sé á honum og Astu móður hans þyki mikið við liggja að taka sem skörulegast á móti honum. Sigurður er staddur úti á akri, þegar sendimenn Ástu koma til hans og segja honum tíðindin. Þá mæltu sendimenn: „Þau orð, bað Ásta, at vit skyldim bera þér, at nú þætti henni allmiklu máli skipta, at þér tækist stórmannliga, ok bað þess, at þú skyldir meirr líkjast í ætt Haralds ins hárfagra at skaplyndi en Hrana mjónef, móðurföð- ur þínum, eða Nereið jarli inum gamla, þótt þeir hafi verið spekingar miklir.“ Þegar Ölafur hafði einn hvern dag heirnt til tals við sig og á málstefnu Sig- urð konung, Ástu móður sína og Hrana fóstra sinn og leitað af miklum ákafa eftir liðveizlu Sigurðar, mælti hann nokkur varnaðarorð og þótti Ólafur vilja ráðast í nokkuð mikið, minnti hann á, hversu farið hefði fvrir Ölafi konungi Tryggvasyni. Þá er svo var komið ræðunni, tók Ásta til orða og sagði að lokum: „En heldr vilda ek, þótt því væri at skipta, at þú yrðir yfirkonungr í Noregi, þótt þú lifðir eigi lengr í konungdóminum en Ólafr Tryggvason, heldr en hitt, at þú værir eigi meiri konungr en Sigurðr sýr ok yrðir ellidauðr." Þótt Snorri láti Sigurð að vísu ekki svara í orðum þessari nöpru sneið, fær hann stungið upp í þau mæðginin með öðrum hætti, því að í framhaldi af ræðu Ástu segir svo - og lýkur þar kapítulanum: Ok eftir þessi orð slitu þeir málstefnuna. Dvalðist Ólafr konungr þar um hríð með öllu liði sínu. Sigurðr konungr veitti þeim annan hvern dag at borðhaldi fiska ok rnjólk, en annan hvern slátr ok mungát. Snorri styðst þarna að nokkru við frásögn Helgiscgunnar, en í henni segir, „at hann veitti þeirn annan hvern dag slátr ok öl, ck skyldi bera minni urn eld, hvárt sem var heilagt eða rúmheilagt." Sú viðbót Snorra að segja, hvað þeir fengu hinn daginn, fiska og mjólk, herðir á þessu atriði, gerir það enn minnis- stæðara. Snorri víkur víðar skemmtilega að mataræði, svo sem þegar hann segir í 61. kapítula, að Olafur konungur ‘bannaði allar flutningar ór Víkinni upp á Gautland, bæði síld ok salt. Þess máttu Gautar illa án vera.“ Er ekki að efa, að Snorri hefur í för sinni austur á Gautland sumarið 1219 kvnnzt því, hvert hnossgæti saltsíld þótti þar, og sennilega undrazt það, svo lítt sem síldar hefur verið neytt á fslandi langt fram eftir öldum. Við kynni Snorra af Svíþjóð hefur hann séð Noreg í nýju ljósi, skynjað betur en áður, hversu allt er afstætt. Þegar hann lætur Hjalta Skeggjason ganga á fund Ölafs Svíakonungs og leita um sættir og mægðir milli hans og X
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.