Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 138

Andvari - 01.01.1979, Síða 138
136 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI sagt um allan herinn. Síðan fóru Væringjar til tals við borgarmenn ok segja þeim líflát höfðingja síns, báðu kennimenn veita honum gröft í borginni. En er borg- armenn spurðu þessi tíðendi, þá váru þeir margir, er þar réðu fyrir klaustrum eða öðrum stórstöðum í borginni, þá vildi hverr gjarna þat lík hafa til sinnar kirkju, því at þeir vissu, at þar myndi fylgja ofr mikit. Skrýddist þá allr fjölði kennimanna ok gekk út ór borginni með skrín ok helga dóma ok gerðu fagra prócessiónem. En Væringjar gerðu ok mikla líkferð; var þá líkkistan borin hátt ok tjaldat yfir pell- um, borin þar yfir merki mörg. En er slíkt var borit inn um borgarhliðit, þá skutu þeir niðr kistunni um þvert hliðit borgarinnar, fyrir hurðirnar. Blésu þá Vær- ingjar í alla lúðra sína herblástr ok brugðu sverðunum. Þusti þá allr Væringja herr ór herbúðunum með alvæpni ok hljópu þá til borgarinnar með ópi ok kalli. En munkar ok aðrir kennimenn, þeir er út höfðu gengit í líkferð þessa, keppðust hvárir við aðra, at fyrstir ok fremstir vildi út ganga at taka við ofrinu, þá var þeim nú hálfu meira kapp á því at vera sem first Væringjum, því at þeir drápu hvern þann, er þeim var næst, hvárt er hann var klerkr eða óvígðr. Væringjar gengu svá um alla borgina þessa, at þeir drápu mannfólkit, en ræntu alla staði í borginni ok tóku þar ógrynni fjár. I 16. kap. scgun-nar segir kostulega frá fé því hinu mikla, er Haraldur hafði komizt yfir suður í löndum, en hann er nú á heimleið, staddur í Hólmgarði: En er Haraldr kom til Hólmgarðs, fagnaði Jarizleifr konungr honum forkunnar vel. Dvalðist hann þar um vetrinn, tók þá í sína varðveizlu gull þat allt, er hann hafði þannug áðr sent útan af Miklagarði, ok margs konar dýrgripi. Var þat svá mikit fé, at engi maðr norðr í lönd hafði sét slíkt í eins manns eigu. Haraldr hafði þrisvar sinnum komit í polútasvarf, meðan hann var í Miklagarði. Þat eru þar lög, at hvert sinn er Grikkjakonungr deyr, þá skulu Væringjar hafa pólútasvarf. Þeir skulu þá ganga um allar polútir konungs, þar sem féhirzlur hans eru, ok skal hverr þá eignast at frjálsu, er höndum komr á. Gu'll þetta kcmur við sögu síðar, í einum glæsilegasta kafla allrar Heims- kringlu, 23. og 24. kap. Haralds sögu Sigurðarsonar, þar sem segir frá því, hversu Haraldur og Magnús konungur Olafsson skiptu með sér ríki og fé: Magnús konungr lá við land ok hafði landtjald á landi uppi. Hann bauð þá Haraldi frænda sínum til borðs síns, ok gekk Haraldr til veizlunnar með sex tigu manna; var þar allfögr veizla. En er á leið daginn, gekk Magnús konungr inn í tjaldit, þar sem Haraldr sat. Menn gengu með honum ok báru byrðar; þat váru vápn ok klæði. Þá gekk konungr at inum ýzta manni ok gaf þeim sverð gott, öðrum skjöld, þá klæði eða vápn eða gull, þeim stærra er tignari váru. Síðast kom hann fyrir Harald frænda sinn ok hafði í hendi sér reyrteina tvá ok mælti svá: „Hvárn viltu hér þiggja teininn?" Þá svarar Haraldr: „Þann, er nærri er mér.“ Þá mælti Magnús konungr: „Með þessum reyrsprota gef ek yðr hálft Noregs- veldi með öllum sköttum ok skyidum ok allri eign, er þar liggr til, með þeim for- mála, at þú skalt jafnréttr konungr í öllum stöðum í Noregi sem ek. En þá er vér erum allir saman, skal ek vera fyrirmaðr í heilsan ok þjónan ok at sæti. Ef þrír eru tignir menn, skal ek milli sitja. Ek skal hafa konungslægi ok konungsbryggju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.