Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 139
andvari GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 137 Þér skuluð ok styðja ok styrkja várt ríki í þann stað, at vér gerðum yðr at þeim manni í Noregi, er vér hugðum, at engi skyldi verða, meðan várr hauss væri uppi fyrir ofan mold.“ Þá stóð upp Haraldr ok þakkaði honum vel tígn ok vegsemð. Setjast þá niðr báðir ok váru allkátir þann dag. Um kvöldit gekk Haraldr ok hans menn til skips síns. Eftir um morgininn lét Magnús konungr blása til þings öllu iiðinu. En er þing var sett, þá lýsti Magnús konungr fyrir öllum mönnum gjöf þeiri, er hann hafði gefit Haraldi frænda sínum. Þórir af Steig gaf Haraldi konungsnafn þar á þinginu. Þann dag bauð Haraldr konungr Magnúsi konungi til borðs síns, ok gekk hann um daginn með sex tigu manna til landtjalda Haralds konungs, þar sem hann hafði veizlu búit. Váru þar þá báðir konungarnir í samsæti, ok var þar veizla fögr ok veitt kappsamliga; váru konungarnir kátir ok glaðir. En er á leið daginn, þá lét Haraldr konungr bera í tjaldit töskur rnjök margar; þar báru menn ok klæði ok vápn ok annars konar gripi. Þat fé miðlaði hann, gaf hann ok skipti með mönnum Magnúss konungs, þeim er váru í veizlunni. Síðan lét hann leysa töskurnar, mælti þá til Magnúss konungs: „Þér veittuð oss fyrra dag ríki mikit, er þér höfðuð unnit áðr af óvinum yðrum ok várum, en tókuð oss til samlags við yðr; var þat vel gört, því at þér hafið mikit til unnit. Nú er hér í annan stað, at vér höfum verit útlendis ok höfum þó verit í nökkurum mannhættum, áðr en ek hefi saman komit þessu gulli, er þér munuð nú sjá mega. Vil ek þetta leggja til félags við yðr. Skulum vit eiga lausafé allt jöfnum höndum, svá sem vit eigum ríki hálft hvárr okkarr í Noregi. Ek veit, at skaplyndi okkat er ólíkt. Ertu maðr miklu örvari en ek; munu vit skipta fé þessu með okkr at jafnaði. Ferr þá hvárr með sinn hlut sem vill.“ Síðan lét Haraldr breiða niðr nautshúð mikla ok steypa þar á gullinu ór töskunum; síðan váru skálir teknar ok met ok reitt í sundr féit, skipt öllu með vágum, ok þótti öllum mönnum, er sá, mikil furða, er í Norðrlöndum skyldi vera svá mikit gull saman komit í einn stað. Þetta var þó raundar Grikkjakonungs eiga ok auðr, sem allir menn segja, at þar sé rautt gull húsum fullum. Konungarnir váru þá allkátir. Þá kom upp staup eitt; þat var svá mikit sem mannshöfuð. Tók Haraldr konungr upp staupit ok mælti: „Hvar er nú þat gull, Magnús frændi, er þú leiðir í móti þessum knapphöfða?“ Þá svarar Magnús kon- ungr: „Svá hefir gefizt ófriðr ok stórir leiðangrar, at náliga allt gull ok silfr er upp gengit, þat er í minni varðveizlu er. Nú er eigi meira gull en hringr þessi í minni eign“ - tók hringinn ok seldi Haraldi. Hann leit á ok mælti: „Þat er lítit gull, frændi, þeim konungi, er tveggja konunga ríki á, en þó manu sumir ifa um, hvárt þú átt þenna hring.“ Þá svaraði Magnús konungr áhyggjusamliga: „Ef ek á eigi þenna hring at réttu, þá veit ek eigi, hvat ek hefi rétt fengit, því at Ólafr konungr inn helgi, faðir minn, gaf mér þenna hring á inum ofsta skilnaði.“ Þá svarar Haraldr konungr hlæjandi: „Satt segir þú, Magnús konungr, faðir þinn gaf þér hringinn. Þann hring tók hann af föður mínum fyrir ekki mikla sök. Er þat ok satt, at þá var ekki gott smákonungum í Noregi, er faðir þinn var sem ríkastr." Haraldr konungr gaf Steigar-Þóri þar at veizlunni mösurbolla; hann var gyrðr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.