Andvari - 01.01.2004, Page 83
andvari
KRISTUR OG FRAMTÍÐARLANDIÐ
81
Hér er Kristi lýst sem uppreisnarmanni gegn valdhöfum þessa heims og því
auðvaldi sem þeir ráða yfir og nota til að kúga alþýðuna.23 Það er einmitt
þessi uppreisn hans fyrir réttlætið sem gerir hann að því sem hann er:
>,mennskastan manna“ og „mesta skáld þessa heims“.
Hugmyndin um Krist sem þann sem verið hefur sannastur maður eða
„mennskastur manna“ kemur einnig skýrt fram í Jesú Maríusyni, einu þekkt-
asta kristskvæði Jóhannesar sem hér kemur lítið við sögu af þeirri einföldu
ástæðu að það birtist ekki á bók fyrr en í Sjödægru og fellur því utan þess
tímaramma sem hér er settur. Þar er Kristur sagður „mannlegleikans kraft-
ur“.24 Um þá staðhæfingu verður fjallað síðar. Hér skal aftur á móti staldrað
yið þá líkingu að Kristur hafi verið „mesta skáld þessa heims“.
Hjá Jóhannesi er skáld ekki aðeins maður sem yrkir Ijóð heldur miklu
fremur sjáandi, spámaður, sá sem hefur öðlast skilning á leyndardómum lífs-
ins og lifir í samræmi við þá. Má segja að Jóhannes fylgi þar eldfomum
hugmyndum um tengsl skáldskapar og visku sem rekja má allt aftur til sagna
af Oðni en koma einnig víðar fram. í þessu sambandi er athyglisvert að
skáldið segir í tilvitnuðu erindi að sér berist boð frá Kristi „handan úr hlið-
skjálfi geims“ en það tengir hann beint við Óðin.
Sami skilningur á hlutverki skáldsins kemur fram í hinum umdeilda
lofsöng Jóhannesar um Jósef Stalín þar sem segir að meira ævintýri hafi átt
sér stað í Sovétríkjunum en „...nokkurt skáld/gat fram í tímann séð.ii25
[Leturbreyting HH] í ljóðinu Syndafall (Hart er í heimi) varð ljóðmælandinn
skáld er hann kyssti fyrsta kossinn og uppgötvaði þannig dýpsta leyndardóm,
hamingju og þrá mannsins.26 Þá er öll þjóðin sögð skáld í ljóðinu Mitt fólk
(upphafsljóði sömu bókar) þar sem hún vekur ljóðmælandann til vitundar um
samstöðu sína með henni í þjáningu hennar og gerir hann þar með að
skáldi.27 Loks má benda á að í Söngvara Noregs (Sól tér sortna) kemur skáld-
fram sem sá sem leitar hinna réttlátu skuldaskila í ranglæti stríðsins. Þar
skiptir þó máli að ljóðið fjallar um Nordahl Grieg sem var ekki aðeins
undspyrnumaður heldur einnig skáld í venjulegri merkingu orðsins.28
Víða í Sálmi heiðingjans koma fram vísanir til Krists sem skálds í þessari
uierkingu. Hann var sá sem „fólki ráðlagði að trúa/á síungan sannleikann".
Honum og boðskap hans, sem oft eru ósundurgreinanlegir þættir í kristinni
trúarhefð, er lýst sem hinni „ungu gleði“ og í orðum hans felst „hin eilífa
[’-stii. Fagnaðarerindi hans er loks nefnt hinn „dýrðlegi óðuriír> [Leturbreyt-
lng HH] Hugsunin um Krist sem skáld liggur því eins og rauður þráður í
§egnum allt ljóðið.
I „sálminum" gætir þungra pólitískra undirtóna. Þeir sem smána „líf sitt og
land og þjóð“ en eta þó og drekka „án afláts hans [þ. e. Krists] hold og blóð“
eru hinir eiginlegu andstæðingar Krists, sem svíkja hann og krossfesta allt til
Pessa dags: