Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 134

Andvari - 01.01.2004, Page 134
132 GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEIN SDÓTTIR ANDVARI sammannlegri, kveðskapar arfleifð, því stakhendumar snúast allar um yfir- þjóðleg tengsl manna, en þó hver á sinn hátt. Engu síður mikilvæg er þó íslenska stuðlasetningin sem Stephan tekur upp frá Matthíasi Jochumssyni, Steingrími Thorsteinssyni og Eiríki Magnússyni, sem gáfu út þýðingar á leikritum Shakespeares á árunum 1874-1887, og notuðu allir að jafnaði tvo stuðla í hverri braglínu, en höfuðstaf ekki nema stöku sinnum. Þetta sérís- lenska afbrigði af bundnum en órímuðum hætti virðist verða táknrænt andsvar Stephans við óbundnum hætti Whitmans af sama meiði, sem hann notar í stakhendunum „Þvottadegi" (1919), tveimur stakhendum Guðbjarts Glóa í drögum að verki nefndu „Kötludraumur“ (1926) og „André Cour- mont“ (1924), þar sem íslensk staka myndar milli- og lokakafla. Síðastnefnda kvæðið telur Viðar Hreinsson vera viðbrögð Stephans við „The Waste Land“ T. S. Eliots. Hann segir í Andvökuskáldi: „Eyðilandið hefst á „Greftrun hinna dauðu“ en um svipað leyti og Stephan las kvæðið, óvinnufær vegna veikinda, orti hann um framtíðarland hinna lifandi í eftir- mælum um franska ræðismanninn André Courmont“, sem hann hafði fundið sterka samkennd með í íslandsförinni 1917 (386). Viðar rekur að Courmont, sem hafði hug á að skrifa doktorsritgerð um kvæði Stephans, hafði fómað hönd í stríðinu, sem hann fór í af hugsjón „en þótti fómin samt til einskis þegar upp var staðið því stríðið gekk gegn öllu því sem hægt var að fóma sér fyrir“ (386). Viðar segir Stephan setja fram þá hugsun að ,,[þ]að mætti aftur á móti fórna lífinu fyrir góðan málstað; lífið sé leit að landi framfaranna. Þessi landaleit „til fegurra lífs og fullkomnari þroska“ tengdi tvo ólíka menn, sinn af hvorri þjóð, sem hittust eina svipstund en tengdust sterkum vinabönd- um í sameiginlegri hugsjón um fegurra líf á jörð“ (388). Táknmerking stak- henta háttarins sem íslensks andsvars Stephans við óbundnum hætti tekur því þátt í samræðu Stephans við ljóð Eliots, en táknvísun hans í sammannleg gildi tengist því sem Viðar segir vera kjama kvæðisins: „mannleg samkennd hefur engin landamæri“ (387). Vegna samhengis fá íslensku áherslumar í stakhendunni svolítið aðra merk- ingu í stakhendunni „Skilningsmunur" (1912). Þar bregst Stephan við brigsl- um um að hann hafi á engu trú og sé ekkert kært - hann „telji líf og heiminn hending“ - sem hann svarar með því að nýi heimurinn sé „óskasteinn í fómr okkar fenginn“.17 Nýi heimurinn var eindregið fjölþjóðlegur í huga Stephans, en í Kanada var mósaík-stefna lögð til grundvallar í landnámi og uppbygg- ingu vestur eftir sléttunum, og hún gerði ráð fyrir að þjóðabrot héldu menn- ingareinkennum að einhverju leyti. Islensk stuðlun innan ensks háttar sem er nýsköpun á fomum, órímuðum bragarháttum mannkynsins, hentar því vel til að skila þeirri aukamerkingu táknrænt að íslenskar áherslur muni varðveitast í ensku menningarumhverfi, sem er jafnframt fjölþjóðlegt. Sú sérstaða Islendinga sem Stephani var hugleiknast að skilaði sér af full-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.