Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2004, Page 150

Andvari - 01.01.2004, Page 150
148 MARION LERNER ANDVARI Kvæðið birtist í fyrsta árgangi Fjölnis árið 1835.32 í kvæðinu standa þess- ar línur fyrst í þátíð og eru svo endurteknar í nútíð. Bergur vitnar einungis í síðamefndu útfærsluna. Kvæðið „Island“ er ort undir elegískum hætti og snýst ekki fyrst og fremst um náttúrudýrkun heldur um pólitíska baráttu fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. I fyrsta hluta kvæðisins er fjallað um þjóðina á gullöld hennar og minnst á hetjumar sem komu saman á Þingvöllum og sem íslendingar þekkja best úr íslendingasögunum. En í síðari hlutanum er fjallað um þá döpru sjón að þingbúðir forfeðranna eru orðnar að fjárrétt og Lögberg að leikvelli fyrir böm og fugla. Kvæðið tjáir djúp vonbrigði skálds- ins og óánægju. Frægð íslensku þjóðarinnar er fallin í gleymsku og sagan með henni. En Bergur Vigfússon virðist ekki vera að reyna að minna á þessa sögu. Hann notar ljóðlínumar til að draga upp fallega mynd af landinu. Þetta þýðir að hann túlkar þær á nýjan hátt. Fyrir honum eru þær fögur lýsing á náttúru landsins og bera enga neikvæða eða gagnrýna merkingu með sér. Hann sér óblandna náttúrudýrkun í þessari lýsingu. Hið gagnrýna pólitíska innihald kvæðisins skiptir hann litlu máli. Það sem mestu máli skiptir er hins vegar að „Island“ er venjulega flokkað undir ættjarðarljóð og Jónas Hallgrímsson er höfuðskáld rómantískrar þjóð- emiskenndar og náttúrudýrkunar á Islandi. Rómantíkin og náttúran verða ekki „íslenskari“ en hjá Jónasi - að minnsta kosti ekki í túlkun seinni tíma manna. Því er það engin tilviljun að Bergur vitnar í grein sinni einmitt í Jónas. Hann er um miðja 20. öld orðinn þjóðskáld íslendinga og þjóðhetja. Með því að vitna í ákveðnar línur úr kvæði Jónasar vitnar Bergur í raun- inni um leið í rómantíska skeiðið og þaðan í sögualdarskeiðið í íslenskum bókmenntum, þ.e. í bókmenntaarf þjóðarinnar. Eins og Astráður Eysteinsson bendir á í bók sinni Tvímœli er í fyrsta árgangi Fjölnis „komin í gang öflug bókmenntasöguleg vél sem ... hafnar sögulegri miðlun; í hinni rómantísku orðræðu ríkir þjóðemisleg nálœgð og sú beina snerting við bókmenntaarfinn sem enn mótar mjög hefðarskilning íslendinga undir lok tuttugustu aldar."33 Það sem Astráður á við er að hið sögulega fljót sem ætti að vera á milli samtíma hinna rómantísku Fjölnismanna annars vegar og miðaldasamfélags- ins hins vegar hefur verið brúað. Tvö söguskeið eru þannig tengd saman yfir tímans regindjúp. Tækið - ef svo má segja - til að tengja þau saman er bókmenntimar. Bergur talar út frá þriðja söguskeiði en hér er í rauninni um tvöföldun þessa ferlis að ræða: Frá fyrra hluta 20. aldar (samtíma Bergs) er stokkið yfir í fyrra hluta 19. aldar (Fjölnismenn og rómantíska skeiðið) og þaðan í söguöldina (miðaldasamfélagið og Islendingasögur). Þar með vitnar Bergur ekki aðeins í einstakar línur úr rómantísku kvæði, sem hann jafnframt einfaldar og túlkar sem náttúrudýrkun, heldur um leið í íslenskan bókmennta- arf frá miðöldum sem skiptir ótrúlega miklu máli í vitund þjóðarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.