Andvari - 01.01.2004, Qupperneq 154
152
MARION LERNER
ANDVARI
ið því hún er skráð, ekki einungis í landslagið heldur einnig í einstaklinginn
sjálfan, með sagnahefðinni og bókmenntaarfinum. Ef einstaklingurinn og
landslagið ná samhljómi þá lifnar sagan við. Æskan man ævintýrin og
sögumar miklu betur en hinir fullorðnu því að þeim hefur verið ýtt til hliðar
í hversdagslífi þeirra síðamefndu. Þess vegna er ungt fólk miklu næmara
fyrir kalli náttúrunnar. Þar með stendur æskan einnig í vissum skilningi nær
fortíð þjóðarinnar en fullorðna fólkið. Þannig séð em ferðalög alls ekki
merkingarlaust tómstundagaman. Þau eru tengd sögu þjóðarinnar. Upplifun
á náttúmnni er því að sama skapi upplifun á sögu og þjóðemi.
Ferðalög og íslenska samfélagið
Þrátt fyrir allt, segir Bergur Vigfússon í Skinfaxagreininni árið 1939, hefur
„verið hljótt um þennan heim“49, ævintýraheim, í lífi þjóðarinnar að undan-
fömu. Að vísu hafi fegurð landsins verið dásömuð af eldri sem yngri en allt
of lítið verið leitað til hennar. Greinarhöfundur reynir nú að finna skýringar
á því af hverju íslendingar vom ekki duglegri að ferðast um landið og hafa
því misst tengslin við það. Hann segist sjá margar orsakir. Ein er að þjóðin
hafi verið allt of önnum kafin síðan hún varð sjálfstæð 1918. Eftirspum eftir
íslenskum afurðum hafi verið svo mikil að vinnudagurinn varð langur og
frístundir fáar. Tæknivæðingin hafi krafist mikils vinnukrafts. En í viðbót við
hin daglegu störf í sveitum hafi þjóðin nú sest að í nýju umhverfi, þ.e. í sjáv-
arplássum og í borginni. Höfundur tekur hér upp orðræðuna um andstæður
sveitar og sjávarþorpa. Við sjóinn vantaði lengi vel vinnukraft en vinnan sem
sinna þurfti í sveitunum lagðist enn þyngra á þá sem eftir urðu þar. En mesta
breytingin var að mati höfundar að vinnan í sjávarplássunum var nú metin til
fjár. Þetta leiðir til harðrar gagnrýni: „... þjóðin átti orðið nýjan æfintýra-
heim, heim auðsins. Landið varð fjarrænna en áður og hlutur þess í skapi
manna varð því minni sem þeir fjarlægðust náttúru þess meir.“50 Hér sést vel
í gömlu góðu orðræðuna um spillingarkraft borgarlífsins og fjármagnsins.
Fólk sem býr í borgum fjarlægist landið og náttúru þess. Með hliðsjón af
umræðunni hér að ofan þýðir þetta að fólk fjarlægist ekki einungis landið og
náttúruna heidur einnig söguna og þjóðararfinn. Sem sagt: Firring er orðin;
firring frá landinu, frá náttúrunni, frá sögunni, frá rótum þjóðarinnar. Niður-
staðan er þessi: „Ut úr hinum glæsilega heimi gróðans, sem menn að minnsta
kosti álitu að vera, kom hún [þjóðin] í mörgu tilliti fátækari en áður, og ekki
hvað sízt, að hún hafði fjarlægzt þá náttúru lands síns, sem fóstrað hafði hana
og sett á hana sinn svip.“51
Athyglisvert er nú að höfundur staðnæmist ekki við þessa gagnrýni eins og
vænta mætti heldur segir hann að þessi kafli sé yfirstaðinn og þjóðin komin