Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 33
Andvari
Þjóðbandalagið og fsland
29
1919, bréf, þar sem hann getur þess, að íslandi sé ekki
meðal annarra ríkja boðið að gangast undir sáttmála
bandalagsins og spyrst fyrir um það, hvort nokkrir
agnúar séu á því, að ísland gerist meðlimur þess, og
hvað ísl. stjórnin skuli gera til þess, að ísland geti
fengið inngöngu. Þessu bréfi svarar Drummond 11. júlí
s. á., skýrir frá málaleitan dönsku sendisveitarinnar og
svörum til hennar og endurtekur, að ísland þurfi að
eins að senda nýja beiðni. Frá ísl. hlið virðist þó ekki
hafa verið gert meira í málinu; en þessi bréfaviðskipti,
sem ég hefi nú nefnt, lágu fyrir 1920, þegar teknar
voru til athugunar beiðnir nokkurra ríkja um inngöngu
í þjóðbandalagið. Sérfræðingur sá, van Hamel, sem
hafði með höndum rannsókn á skilríkjum þeim, er beiðn-
unum fylgdu, lætur 6. júní 1920 þau orð falla í skýrslu
sinni til stórritara, að »þjóðréttarleg« staða sumra þess-
ara umsækjanda t. d. Monaco, S. Marino og íslands, sé
dálítið »complicate«, flókin. Og leggur hann til, að samin
sé stutt skýrsla, um þjóðréttarstöðu hvers þessara landa.
Áður en umsögn van Hamels var lögð fyrir stórritara,
hafði annar maður ritað aftan við hana, að Monaco
hefði samning við Frakkland um að fara með utanríkis-
mál sín, en San Marino hefði sams konar samning við
Ítalíu, en á ísland minnist hann ekki.
Það kom nú á daginn, að engin bein beiðni lá fyrir
frá íslands hálfu, og um þetta skrifaði Drummond sendi-
herranum danska í London, 23. ágúst 1920, og bað
hann að láta sig vita, hver væri hugur íslands; en sendi-
herrann mun ekki skriflega hafa svarað þessu, og var
nafn íslands síðan afmáð af skrá þeirri um ríki, er
beiddust Inngöngu í bandalagið, samkv. fyrirlagi stórritara
15. okt. 1920. Hefir málið síðan legið niðri.