Andvari - 01.01.1929, Side 73
Andvari
Fiskirannsóknir
69
Þegar horft var niður í sjóinn við skipshliðina í logni,
sást vanalega mjög lítið líf í honum, engin fiskaseiði,
fátt af smáum krabbadýrum og smáhveljum, sem oft er
þó mergð af.
Um hina góðu síldarátu, krabbaflærnar, einkum rauð-
átuna (Calanus fínnmarchicus og Cal. hpperboreus), verð
eg að segja það, að mér virtist hún fremur strjál, og
hvergi sást hún svo þétt við yfirborðið, að hún grugg-
aði eða litaði sjóinn, eins og gerist, þar sem er veru-
lega mikið um hana; þetta sést líka á skýrslunni hér
að framan um veiðina: krabbaflærnar eru oft fremur
strjálar, enda þótt þær séu sagðar margar (c) eða mjög
margar (cc). En í raun og veru er það ekki mikið þó
að fáist nokkurir tugir af svona smáum ögnum í háf, sem
er 50 cm víður og dreginn 10 eða 20 m upp í gegn-
um sjóinn. Eg mun koma að þessu aftur, en þessi fæð
krabbaflónna, sem mér virðist vera, kom vel heim við
það, sem eg fekk að sjá og heyra á Siglufirði, að rauð-
áta var lítil í síldinni lengstum og hún fremur mögur
fram í 19. viku sumars (um 20. ág.). Mest fekk
eg af rauðátu á Húnaflóa og við Strendur, enda var
síldin þar mest.
Hina illa séðu »grænátu« eða augnasílið (Rhoda
inermis) varð eg lítið var við í sjónum. Hún mun lík-
lega vera of spræk fyrir jafn-seinvirkt veiðarfæri og
Nansens-háfurinn er, og því ekki að marka, þótt hún
fengist ekki í hann. En hún sást stundum á sveimi við
skipið, þegar á leið tímann, og fekkst lítið eitt í skaft-
háfinn; mest var það við Drangey, 25. ág. (5. stöð).
Grænáta var líka öðru hvoru í síldinni, sem veiddist; eg
sá hana bæði á Siglufirði og Svalbarðseyri, en ekki
mikið, hvergi líkt því sem eg hefi séð í síld úr Jökul-
djúpi og ísafjarðardjúpi í júní og júlí; en hún mun víst