Andvari - 01.01.1929, Qupperneq 82
78
Fishirannsóknir
Andvari
mæiti æila, að ateinbítur legðist þar að, en ekki hefir
borið á því hingað til. — Kræklingur er mikill og
aennilega atór þáttur I fæðu æðarfuglsins, sem eins og
kunnugt er, á þarna mikið athvarf (Sauðanesvarpið o. fl.).
C. Aldur og vðxtur sandsflis (Ammodytes lancea).
Á undanförnum áratug hefi eg gert alimargar athug-
anir á sandsíli m. t. t. aldurs og vaxtar og skýrt stutt-
lega frá aðalútkomunni af þeim í bók minni: Fiskarnir,
án þess þó að greina frá, hvernig eg hefi fengið þá
útkomu. Sandsílið (eða eins og margir nefna það: trönu-
sílið o. fl.) er svo merkilegur og mikilsverður fiskur
fyrir oss íslendinga, sem fæða fyrir marga vora helztu
■ytjafiska, að vel er vert að vita um vöxt þess og aldur,
ekki síður en sumra þeirra fiska, sem veiddir eru, því
að það getur gefið manni skilning á því, hve vel hann
þolir þá feikna tortímingu, sem hann verður fyrir árlega,
án þess að honum fækki, svo sýnilegt sé.
Til aldursákvarðana á þessum fiski má bæði hafa
mælingaaðferð Petersens og kvarnirnar. Sá galli er á
mælingaaðferðinni, að hrygningartíminn virðist vera mjög
langur (frá því á vorin og fram undir árslok), svo að
hætt er við á vissum tímum, að næstu árgangar vilji
renna saman að stærð, að t. d. 11 cm fiskur að haust-
lagi sé á takmörkum tveggja árganga (t. d. 1. og 2.),
en þegar fleiri árgangar eru mældir samtímis, t. d. í júlí,
geta þeir verið mjög vel aðgreindir. Aftur á móti taka
kvarnirnar af allan vafa, því að þær eru, þótt æði smáar
séu, vel hæfar til aldursákvarðana og þægilegar, þar
sem ekkert þarf við þær að gera annað en að leggja
þær hráar eða uppbleyttar undir smásjána; en því miður
hefi eg enn ekki getað notað þær nema lítið eitt, og
einmitt þess vegna verður það, sem hér skal skýrt frá