Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 98
94
Fiskirannsóknir
A»dnrí
þeim verður, að hrökkva undan og safnast í veginn
fyrir nótina og lenda í pokanum, eftir því sem hann
nálgast skipið. Fylgja strengir og poki sléttum botni
vel og sópa af honum smáþörungum og jurtkendum
botndýrum, sem á honum sitja, eins og polýpum, ná-
hönd og svömpum, ennfremur krossfiskum, sæbjúgum
o. fl. (en ekkert af þessu er fiskafæða, svo neinu nemi),
og eins getur safnast í hana Iausa-þari, en verði stór
fasta-þari eða steinsnagar, eða aðrar festur fyrir, festist
nótin og rifnar fljótt, þar sem hún er ekki veigameiri,
en áður er sagt og því er ógerningur að fiska með
henni, nema á sléttum sand- og leirbotni. Botninum
getur hún ekki rótað upp, nema þar sem hann er mjög
blautur, og það nær ekki nokkurri átt, að líkja henni í
þessu tilliti saman við botnvörpuna, þar sem hún er
hleralaus, en hlerarnir eru einmitt það á botnvörpunni,
sem rótar mest í botninum. Að vísu halda »bobbing-
arnir< botnstreng (»fótreipi«) vörpunnar frá botninum
og varna því að hann festist á snögum, sem þar kunna
að vera; en þegar veiða skal flatfisk, eru líka >bobb-
ingarnir* oft teknir af og járnkeðja bundin á botnstreng
vörpunnar, svo að hún fylgi botninum sem bezt og kol-
inn geti ekki smogið undir; er botnvarpan þá sízt betri
en kolanótin. Svo má og benda á það, að kolanótin er
dregin miklu hægara eftir botninum en botnvarpan og
er svo mikið léttari öll, en hið mikla botnvörpu-bákn
(sem með hlerum og >bobbingum« vegur nokkurar
smálestir), að þar er enginn samjöfnuður á.
Því er haldið fram, sem einni aðalástæðu fyrir banni
á brúkun dragnótarinnar, að hún sé eins hættuleg fyrir
fiska-ungviðið og botnvarpan; en það er fjarstæða ein,
sprottin af vanþekkingu. Það munu menn fljótt sjá og
skilja, ef þeir bera saman poka beggja veiðarfæranna,