Andvari - 01.01.1929, Side 99
Andvari
Fiskirannsóknir
95
sem veiðin safnast í að lokum: Annar er tir voðfeldu,
grönnu, einföldu baðmullargarni, með svo víðum mösk-
um, að c 20 cm (tvæ-þrevetur) skarkoli og 30—40 cm
(tvæ-þrevetur) þyrsklingur og ýsa getur smogið þá, en
möskvar botnvörpupokans eru bæði þrengri (ca 30 mm)
og riðnir úr tvöföldu, mjög gildu hampgarni, og svo lok-
aðir, ef á þeim stríkkar, að fá ársgömul seiði (10—15
cm) geta smogið og tæplega smáseiði á fyrsta ári, eða
sandsíli, hvað þá það sem stærra eða gildara er.
Að vísu er koladragnótin ekki alveg meinlaus í þessu
tilliti, því að þótt smæsti fiskurinn geti smogið hana,
þá getur hún tekið mikið af ýmsum ungfiski (t. d. 20—25
cm skarkola), sem enginn slægur er í og því ekki hirð-
andi, en þar hefir hin aftur þann kost fram yfir botn-
vörpuna, að hún drepur smælkið miklu síður, svo að það
má sleppa því aftur, einkum kolanum, enda í er Dan-
mörku og víðar bannað að flytja hann á land til sölu.
Sams konar sölubann gætum vér líka sett og jafnvei
fyrirskipað stærri möskva, ef ástæða þætti til, eða bann-
að að brúka nótina þar sem sérstaklega væri mikið af
uppfæðing.
Með því sem sagt hefir verið hér að ofan, hefi eg
viljað sýna fram á, að koladragnótin geti alls ekki talizt
eins skaðlegt veiðarfæri, þegar um áhrif hennar á botn-
og fiskaungviði er að ræða, og haldið hefir verið fram
af þeim, sem vilja fá hana bannaða. Það hefir jafnvel
verið sagt, að hún flæmdi burtu fisk, en það geta varla
verið mikil brögð að því, og víst er það, að á Vest-
fjörðum þótti bera á því hér fyrr meir, þegar Danir
voru með nót þessa þar á fjörðunum, að fiskur safn-
aðist á hina sömu bletti á haustin og þeir höfðu fiskað
á að sumrinu til. Ekki er gott að segja, hvernig á þessu
hefir staðið, en eg læt mér detta í hug, að það hafi