Andvari - 01.01.1929, Blaðsíða 102
98
Fisbirannsóknir
A«d**rt
sfanda og ekki má leggja önnur veiöarfæri á þann blett,
þá verður málið erfiðara. Að vísu má dæma menn til
þess að bæta að fullu spjöli á veiðarfærum og afla, ef
uppvíst verður, en það er ekki nóg. Menn verða að
geta haldizt við á sínum vanalegu miðum, enda þótt þeir
láti ekki veiðarfærin standa dag og nótt, og þau sem
standa dag og nótt, eins og t. d. þorskanet, þurfa vernd-
ar, sem ríkið getur enn ekki veitt, nema að litlu leyti.
Ðezta lausnin á málinu yrði, eins og nú er ástatt, sú,
að menn gætu fengið sér sams konar veiðarfæri (með
opinberri styrkveitingu, ef þeir gætu það ekki af eigin-
rammleik) og þannig haldið sínum miðum fyrir aðkomu-
mönnum; en þar sem ekki er auðið að skylda menn til
að brúka eitt veiðarfæri öðru fremur og lögreglueftir-
litið mjög svo ófullnægjandi, þá verða eigi annars úr-
kostir, en að banna veiðarfærið um hríð, þar sem heima-
mið manna eru f veði, en þó ekki um lengri tíma, né
á stærra svæði, en brýn nauðsyn er til, því að ekki
sæmir að leggja nema hinar allra minnstu hömlur á at-
hafnir þeirra manna, sem vilja reyna nýjar leiðir og
nýjar aðferðir, ekki sízt, þegar það er reynt, að aðferð-
in er kostnaðarlítil og arðvænleg.
Eg minntist áður á óvild sumra útlendinga á dragnót-
inni og skal bæta nokkrum orðum við. Enskum fiski-
mönnum var víst illa við hana í byrjun, vegna þess að
hún gaf betri fisk (kola) á markaðinn en þann, sem
veiddur var í botnvörpur, og að það voru útlendingar
(Danir), sem komu með aflan á enskan markað. Nú
brúka Englendingar sjálfir dragnótina mikið, og er óvild-
in víst horfin. Skotar voru ekki heldur hrifnir af henni
og fengu hana bannaða í nokkrum fjörðum, vegna ann-
ara veiðarfæra, en nú brúka þeir hana mikið, og fer
brúkunin í vöxt, en aðallega utan landhelgi, því að nól-