Andvari - 01.01.1929, Side 112
108
Þættir úr menningarsögu Vestmannaeyja
Andvari
hrökk eigi lengra en handa mönnunum í barkanum, var
sagt, að nú stæði við fyrirrúmið, og áttu þá hinir skip-
verjarnir í sjó, og var þeim fyrst skipt jafnri tölu í næsta
róðri. Attæringar báru í góðu sjóveðri um 30 í hlut í
rúma 20 staði af góðum þorski. Trosfiski kom ekki til
skipta; átti hver af því, er hann dró, og voru það
kallaðir happadrættir; fengu vinnumenn þá, ef þeir héldu
sig sjálfir með veiðarfæri. Með happadráttum var ekki
talin skata, lúða né ýsa. 8 fiskahlutar var mátuleg kjöl-
festa, en bátarnir voru krankir, eins og það var kallað,
þegar þeir voru tómir. 4—5 hundruð af þorski þókti
ágætur vertíðarhlutur. Allur fiskur var aflaður á handfæri.
Maríufiskur, kk., fyrsti fiskur, sem maður dregur úr
sjó. Það er siður í Vestmannaeyjum, að hver eigi sinn
Maríufisk og stundum fleiri en einn.
Forsenda, -u, kvk., skinnreim, er brugðið var gegnum
augað á sökkunni og færið var fest í.
Ganga á, t. d. það gengur á bitann, var kallað, þegar
bitamönnum var skipt, og áttu þeir þá að vera til taks
að hirða sinn hlut.
Seila, -aði, -að, festa fiskinn á seil. Þegar bátarnir
voru komnir að og höfðu talsvert af fiski, voru seilarnar
1—6 hafðar úti á bæði borð. Þeir eru farnir að seila,
þeir seila á 3, sagði fólk t. d., og var þá hægt að geta
sér til, hvað mikið þeir höfðu af fiski. Það kom og
fyrir, að skip drógu á eftir sér seil, þegar mikið aflað-
ist og ekki var hægt að innbyrða allt; stundum var af-
hausað, svo að betur rúmaðist. Hver seil var um 3 faðma
á lengd, úr kaðli, og var lykkja á öðrum endanum og í
hana fest seilanálin, sem var úr hvalbeini eða hörðu tré,
en typpi var á hinum endanum, svo að fiskurinn rynni
ekki af.
Murtur, -s, -ar, kk., smámurtur, stórmurtur eru í