Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 9
Andvari
Torfi Bjarnason
7
húsum og að Þingeyrum. Þar bjó þá bændahöfðinginn
Ásgeir Einarsson, jónssonar, í Kollafjarðarnesi, og voru
þau systrabörn Ingibjörg móðir Torfa og Ásgeir, eins og
fyr var getið. Hefir foreldrum hans vafalaust þótt auðnu-
vænlegra fyrir son sinn að komast á það myndarheimili,
heldur en að láta hann vera heima, enda má óhætt full-
yrða, að hann hefir haft mikið gagn af veru sinni þar.
Mintist Torfi oft Ásgeirs frænda síns og Þingeyra, vinnu-
bragða þar og búskaparlags.
Á þessum árum var eins og að lifna yfir hugum
manna eftir einokunar- og óáranatímabilið. Var mikið
rætt um endurbætur á búnaðarháttum og komu fram
ýmsar tillögur. Húnvetningar vildu koma á stofn fyrir-
myndarbúi, er svo kendi bændaefnum. Má vera, að það
hafi meðfram verið fyrir tilstilli Ásgeirs á Þingeyrum, að
Torfi varð fyrir valinu í bústjórastöðuna. Hefir og verið
leitun á manni er færari hefði orðið um þá stöðu en
hann. En þótt hugmynd þessi um fyrirmyndarbúið, af
ýmsum ástæðum, sem ekki verða hjer raktar, aldrei
kæmist í framkvæmd, þá varð þetta þó til þess, að Torfi
fjekk tækifæri til þess að kynna sjer nánara búskapar-
háttu en sennilega annars hefði orðið. Það varð að ráði,
að Torfi færi til Skotlands. Dvaldi hann frá því um
haustið 1865 og fram á vorið 1866 í Reykjavík, til þess
að búa sig undir þessa ferð, og fjekk tilsögn í ensku,
teikningu og fleiru. Um vorið fór hann svo til Skot-
lands og var þar í nokkur missiri, mest við jarðyrkjstörf,
plægingu o. fl. Fjell honum allvel vistin hjá Skotum og
fanst mikið ti! um búskaparframfarir þeirra. Einnig lærði
hann þar að smíða og setja saman einföld jarðyrkju-
verkfæri og ljet þá smíða ljáblöðin, er hafa síðan verið
notuð um alt land.
Það er vafalaust ekki ofsagt, að dvöl Torfa í Skot-
l*